Innlent

Birgitta hittir Dalai Lama

Birgitta Jónsdóttir mun hitta leiðtoga Tíbets, Dalai Lama, í næstu viku að sögn Þórs Saari sem sagði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag að Hreyfingin undirbyggi að leggja fram þingsályktunartillögu á morgun eða hinn þar sem málefni Tíbets verða í forgrunni.

Ástæðan er sú að forsætisráðherra Kína er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn næstkomandi föstudag. Þór innti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um það hvort hann hygðist ræða um mannréttindamál við forsætisráðherrann.

Össur svaraði því til að hann hefði áður rætt mannréttindamál við kínverska ráðmenn og bætti við að þeir vikju sér alls ekki undan að ræða málefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×