Konur í fitness: Svefntruflanir og röskun á tíðarhring 16. apríl 2012 10:44 Frá fitnessmóti frá síðasta ári. Athugið að myndin tengist ekki efninu með beinum hætti. „Það kom manni kannski mest á óvart þessi andlegi þáttur sem stelpurnar þurftu að takast á við eftir á," segir Sigurður Kristján Nikulásson sem ásamt skólafélaga sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, könnuðu líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Íslandsmótinu í Fitness árið 2011. Um var að ræða lokaritgerð þeirra félaga í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar eru nokkuð sláandi. Þannig reynir undibúningur kvennanna mikið á líkama þeirra, meðal annars kom í ljós, þegar skoðuð var rannsókn á fyrrum kvenkyns þátttakendum í Fitness á Íslandi, að 90% þeirra urðu fyrir röskun á tíðarhring sínum í kringum keppni. Allar misstu þær úr blæðingum í 2 mánuði eða lengur. Í tveimur þessara tilvika fór sú tala upp í heila 9 mánuði Félagarnir sendu spurningalista til kvenna í Fitness og Módelfitness á síðasta ári. Alls tóku 75 konur þátt en svarhlutfall þessa spurningalista var tæp 63% Einnig var sendur út spurningalisti með sama hætti viku eftir keppni í þeim tilgangi að kanna líkamlega og andlega heilsu einstaklingsins eftir keppni og greina þær breytingar sem orðið höfðu á andlegri og líkamlegri líðan keppenda frá því að fyrri spurningalistanum var svarað. Svarhlutfall seinni spurningalistans var töluvert lægra, eða einungis 32%. „Það virðast vera margir kvillar sem fylgja þessu," segir Sigurður Kristján sem tekur þó enga afstöðu til málsins öðruvísi en út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur meðal annars fram að flestar konurnar æfðu 10-12 sinnum sjö daga vikunnar. Þannig mátti greina ofþjálfun hjá sumum kvenna. Rannsóknin sýndi þannig að 60% keppenda sögðu þátttöku sína í heimilisstörfum minnka með auknum æfingum og/eða álagi sem tengja mætti við sinnuleysi sem er eitt af einkennum ofþjálfunar. Annað einkenni sem hægt var að tengja við svör þátttakenda voru svefntruflanir, en rúm 30% þátttakenda sögðust vakna oft að næturlagi. Að auki voru skapgerðarbrestir ein einkenni ofþjálfunar, en stór hluti þátttakenda fann bæði fyrir aukinni skapstyggð sem og auknum pirringi í garð annarra þegar þær æfðu mikið og oft undir miklu álagi. Þá vakti athygli nemanna að konurnar neyttu á bilinu 1140 og 1500 hitaeininga á dag. En samkvæmt lýðheilsustöð er æskilegt magn hitaeininga á á dag fyrir konur í svo mikilli æfingu 2600 hitaeiningar. Það kom því ekki mikið á óvart þegar í ljós kom að Samkvæmt eigindlegri rannsókn sem gerð var á konum sem hafa reynslu af þátttöku í Fitness að 70% þeirra urðu varar við einkenni átröskunarsjúkdóma í einhverri mynd. Samkvæmt rannsóknum á keppendum á Íslandsmótinu fannst rúmlega helmingi þeirra steranotkun algeng meðal keppenda. Í viðtölum sem tekin voru við fyrrverandi keppendur kom einnig fram að rúmur helmingur þeirra taldi steranotkun algenga í Fitness en aðrir sögðust ekki vilja tjá sig um þau mál. Og það er ljóst að andlegi þátturinn eftir keppni vegur þungt. Þannig var ljóst að sumar konur þurftu beinlínis að leita í nokkurskonar sporakerfi og er fjallað um í skýrslunni. Umsjónarmaður kerfisins sagði tíu konur vera hjá henni vegna þátttöku þeirra í fitness. Þá mátti sjá viðhorf kvennanna í lok spurningalistans sem sendur var út til þátttakenda í keppninni. Þar var þeim gefið tækifæri á að tjá sig um hvað þeim hefði komið á óvart í sambandi við andlega eða líkamlega heilsu þeirra eftir keppni. Ein þeirra skrifaði meðal annars: „Hafði bara aldrei dottið í hug að eftirköstin væru erfiðari heldur en undirbúningurinn. Líka þetta núna þegar maður hefur keppt langar mann ekki að fólk tali um að maður hafi fitnað þannig ef eitthvað er er maður óöruggari með sjálfan sig." Sigurður Kristján tekur fram að langtímaáhrif á konurnar hafi ekki verið skoðuð og því erfitt að segja til um afleiðingarnar til lengri tíma litið. Hann segir rannsóknina segja sína sögu, þó konurnar keppist um að líta sem best út þegar að keppninni kemur. „Síðan ætluðum við sjálfir að prófa að taka þátt í svona keppni og gera rannsóknina út frá okkur, en við fengum ekki leyfi frá kennaranum," segir Sigurður Kristján um rannsóknarefnið. Hægt er að nálgast rannsóknina á heimasíðu Skemmunnar hér. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Það kom manni kannski mest á óvart þessi andlegi þáttur sem stelpurnar þurftu að takast á við eftir á," segir Sigurður Kristján Nikulásson sem ásamt skólafélaga sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, könnuðu líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Íslandsmótinu í Fitness árið 2011. Um var að ræða lokaritgerð þeirra félaga í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar eru nokkuð sláandi. Þannig reynir undibúningur kvennanna mikið á líkama þeirra, meðal annars kom í ljós, þegar skoðuð var rannsókn á fyrrum kvenkyns þátttakendum í Fitness á Íslandi, að 90% þeirra urðu fyrir röskun á tíðarhring sínum í kringum keppni. Allar misstu þær úr blæðingum í 2 mánuði eða lengur. Í tveimur þessara tilvika fór sú tala upp í heila 9 mánuði Félagarnir sendu spurningalista til kvenna í Fitness og Módelfitness á síðasta ári. Alls tóku 75 konur þátt en svarhlutfall þessa spurningalista var tæp 63% Einnig var sendur út spurningalisti með sama hætti viku eftir keppni í þeim tilgangi að kanna líkamlega og andlega heilsu einstaklingsins eftir keppni og greina þær breytingar sem orðið höfðu á andlegri og líkamlegri líðan keppenda frá því að fyrri spurningalistanum var svarað. Svarhlutfall seinni spurningalistans var töluvert lægra, eða einungis 32%. „Það virðast vera margir kvillar sem fylgja þessu," segir Sigurður Kristján sem tekur þó enga afstöðu til málsins öðruvísi en út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur meðal annars fram að flestar konurnar æfðu 10-12 sinnum sjö daga vikunnar. Þannig mátti greina ofþjálfun hjá sumum kvenna. Rannsóknin sýndi þannig að 60% keppenda sögðu þátttöku sína í heimilisstörfum minnka með auknum æfingum og/eða álagi sem tengja mætti við sinnuleysi sem er eitt af einkennum ofþjálfunar. Annað einkenni sem hægt var að tengja við svör þátttakenda voru svefntruflanir, en rúm 30% þátttakenda sögðust vakna oft að næturlagi. Að auki voru skapgerðarbrestir ein einkenni ofþjálfunar, en stór hluti þátttakenda fann bæði fyrir aukinni skapstyggð sem og auknum pirringi í garð annarra þegar þær æfðu mikið og oft undir miklu álagi. Þá vakti athygli nemanna að konurnar neyttu á bilinu 1140 og 1500 hitaeininga á dag. En samkvæmt lýðheilsustöð er æskilegt magn hitaeininga á á dag fyrir konur í svo mikilli æfingu 2600 hitaeiningar. Það kom því ekki mikið á óvart þegar í ljós kom að Samkvæmt eigindlegri rannsókn sem gerð var á konum sem hafa reynslu af þátttöku í Fitness að 70% þeirra urðu varar við einkenni átröskunarsjúkdóma í einhverri mynd. Samkvæmt rannsóknum á keppendum á Íslandsmótinu fannst rúmlega helmingi þeirra steranotkun algeng meðal keppenda. Í viðtölum sem tekin voru við fyrrverandi keppendur kom einnig fram að rúmur helmingur þeirra taldi steranotkun algenga í Fitness en aðrir sögðust ekki vilja tjá sig um þau mál. Og það er ljóst að andlegi þátturinn eftir keppni vegur þungt. Þannig var ljóst að sumar konur þurftu beinlínis að leita í nokkurskonar sporakerfi og er fjallað um í skýrslunni. Umsjónarmaður kerfisins sagði tíu konur vera hjá henni vegna þátttöku þeirra í fitness. Þá mátti sjá viðhorf kvennanna í lok spurningalistans sem sendur var út til þátttakenda í keppninni. Þar var þeim gefið tækifæri á að tjá sig um hvað þeim hefði komið á óvart í sambandi við andlega eða líkamlega heilsu þeirra eftir keppni. Ein þeirra skrifaði meðal annars: „Hafði bara aldrei dottið í hug að eftirköstin væru erfiðari heldur en undirbúningurinn. Líka þetta núna þegar maður hefur keppt langar mann ekki að fólk tali um að maður hafi fitnað þannig ef eitthvað er er maður óöruggari með sjálfan sig." Sigurður Kristján tekur fram að langtímaáhrif á konurnar hafi ekki verið skoðuð og því erfitt að segja til um afleiðingarnar til lengri tíma litið. Hann segir rannsóknina segja sína sögu, þó konurnar keppist um að líta sem best út þegar að keppninni kemur. „Síðan ætluðum við sjálfir að prófa að taka þátt í svona keppni og gera rannsóknina út frá okkur, en við fengum ekki leyfi frá kennaranum," segir Sigurður Kristján um rannsóknarefnið. Hægt er að nálgast rannsóknina á heimasíðu Skemmunnar hér.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira