Erlent

Bardagarnir í Kabúl stóðu yfir í 18 tíma

Bardögum í Kabúl, höfuðborg Afganistan lauk ekki fyrr en um sjöleytið á mánudagsmorgun að staðartíma. Höfðu þeir þá staðið sleitulaust í eina 18 tíma eftir að Talibanar og skæruliðar þeim hliðhollir efndu til fjölda árása í Kabúl og víðar í landinu.

Talsmaður Talibana segir að þessar árásir séu upphafið að vorsókn þeirra í Afganistan. Tugir manns létu lífið í átökum gærdagsins, þar af 19 Talibanir í Kabúl. Fjöldi manns er særður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×