Innlent

Nokkur íslensk fjölveiðiskip eru á kolmunnaveiðum

Þó nokkur íslensk fjölveiðiskip eru nú á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum ásamt skipum frá Rúslandi og Færeyjum.

Kolmunninn er nokkuð dreifður á svæðinu þannig að skipin eru lengur að fylla sig en þegar hann er þéttari. Töluverð ásókn er í að landa aflanum í Færeyjum þar sem lögn sigling er af miðunum hingað heim og hefur nú skapast löndunarbið í Færeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×