Innlent

Brenndi sig á sjóðandi heitum jarðvegi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Kona rann til á aurblautum stíg í Grænadal, norðan við Hveragerði, og sökk ofan í svörðinn en þar undir reyndist jarðvegurinn sjóðandi heitur.

Samferðamenn konunnar komu henni yfir í Reykjadal þar sem sjúkraflutningamenn komu og fluttu hana áfram á Slysadeild Landspítala í Fossvogi. Undanfarið ár hafa orðið nokkur brunaslys á þessu svæði að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Oftar en ekki hefur það orðið vegna þess að fólk hefur runnið til í bleytu eða sokkið niðurúr grastorfu þar sem heitt vatn eða leir leyndist undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×