Fleiri fréttir Innbyrti 180 poka af heróíni Rúmlega fimmtug kona var handtekinn á flugvellinum í Dulles í Bandaríkjunum eftir að hún reyndi að smygla 2.3 kílóum af heróíni inn í landið. 22.3.2012 23:30 Risavaxinn málmbútur féll til jarðar í Síberíu Rúmlega 200 kílóa málmbútur féll til jarðar í Síberíu fyrr í vikunni. Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi eru sérfræðingar á vegum rússnesku geimferðastofnunarinnar að rannsaka hlutinn. 22.3.2012 23:00 Apache herþyrla hrapaði í Afganistan Ótrúlegt myndskeið sem sýnir bandaríska Apache herþyrlu hrapa í Afganistan birtist á vefsíðunni YouTube í dag. 22.3.2012 22:30 Tæplega níræður maður grunaður um líknardráp Tæplega níræður maður var handtekinn á þriðjudaginn í San Diego í Bandaríkjunum. Hann er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða eiginkonu sinnar. 22.3.2012 22:00 SS stefnir á pylsuútrás Nú stefnir í að Sláturfélag Suðurlands (SS) muni hefja nýstárlega útrás, þeir hyggjast nefnilega flytja út og selja pylsur á erlendum mörkuðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir meðal annars að Í gegnum árin hafi félagið fengið mikinn fjölda fyrirspurna frá erlendum og innlendum aðilum sem vilja selja SS pylsuna erlendis en ekki hefur verið hægt að verða við þessu fyrr en nú. 22.3.2012 21:30 Ótrúlega mörg rafstuð - mikilvægt að læra skyndihjálp "Fimmtán rafstuð, það er ansi mikið,“ segir Felix Valsson, formaður Endurlífgunarráðs, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag, en þar var rætt um ótrúlega endurlífgun fótboltakappans Fabrice Muamba. Hann féll skyndilega niður í miðjum leik Bolton og Tottenham á White Hart Lane á laugardaginn síðasta. Hann var tæknilega látinn í 78 mínútur. En með þrautseigju og hárréttum viðbrögðum, fór hjarta Muamba að slá á ný. Nú sýnir hann ótrúleg batamerki. 22.3.2012 21:00 Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22.3.2012 20:30 Whitney Houston drukknaði í baði Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu. 22.3.2012 22:05 Merethe Lindstrøm fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Það var rithöfundurinn Merethe Lindstrøm sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands um klukkan sjö í kvöld. Verðlaunin fær Lindstrøm fyrri bók sína, Dager i stillhetens historie, sem kom út á síðasta ári í Noregi. 22.3.2012 21:02 Lækkaði verðið og var kosinn besti rekstrarstjórinn Nú nýverið var haldinn árlegur fundur hjá rekstrarstjórnendum TGI Friday´s í heiminum og fór hann fram í Dallas í Texas samhliða heimsmeistarakeppni barþjóna hjá keðjunni, einnig voru menn heiðraðir fyrir fyrirmyndarárangur. 22.3.2012 20:40 Grásleppan sendir fræðingunum "puttann“ Grásleppuvertíðin fer vel af stað fyrir norðan en þetta er í fyrsta sinn sem bannað er að henda grásleppunni í sjóinn eftir að búið er að hirða úr henni hrognin. Við Eyjafjörð byrjuðu flestir að leggja grásleppunetin fyrir viku og í Grenivíkurhöfn hitti Stöð 2 þá Þórð Ólafsson og Ingólf Björnsson sem voru að gera klárt fyrir róður á Elínu ÞH. 22.3.2012 20:15 Fá ekki rafmagn fyrir fiskimjölsverksmiðjur Hægt væri að spara hundruð milljóna í gjaldeyri með því að raforkuvæða íslenskar fiskimjölsverksmiðjur. Þetta segir rekstrarstjóri verksmiðju HB Granda á Akranesi. Rafmagnið hefur hins vegar ekki fengist. 22.3.2012 19:30 Segir andstöðu gegn Vaðlaheiðargöngum með ólíkindum Bæjarstjóri Akureyrar segir með ólíkindum hvernig allskyns hlutir séu leitaðir uppi gegn Vaðlaheiðargöngum og hvetur stjórnvöld til að drífa framkvæmdina af stað nú þegar. Fimm mánuðum eftir að tilboð voru opnuð í gerð Vaðlaheiðarganga situr verkefnið fast í meðförum ríkisstjórnar og Alþingis. 22.3.2012 18:45 Skuldir heimila sem hlutfall af landsframleiðslu mun lægri en í Danmörku Skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu eru lægri á Íslandi en á Írlandi, í Hollandi og Danmörku. Samanburður við Danmörku er merkilegur fyrir þær sakir að mun fleiri búa í eigin húsnæði hér á landi en þar. 22.3.2012 18:30 Ekki lengur hægt að senda nafnlaus smáskeyti Gerðar hafa verið endurbætur á SMS-sendingum í gegnum vefsíðuna Já.is. Frá og með deginum í dag munu þeir sem senda SMS af Já.is þurfa að auðkenna sig áður en þeir geta sent SMS-skeyti í íslensk farsímanúmer. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 22.3.2012 17:55 Íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í skutlukeppni Red Bull Íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í undankeppni fyrir skutlukeppni Red Bull á föstudaginn kemur. Viðburðurinn er einn sá stærsti á vegum orkudrykkjaframleiðandans Red Bull. 22.3.2012 16:10 Leyniskytta felldi Merah Fjöldamorðinginn Mohammed Merah lést eftir að leyniskytta skaut hann í höfuðið. Saksóknari staðfesti þetta fyrir stuttu. 22.3.2012 16:05 Ósannað að byssumennirnir hafi reynt að drepa fórnarlömbin Axel Már Smith, sem var ákærður fyrir aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum, var sýknaður af þeim ákærulið. Þetta kemur fram í dómnum sem Vísir hefur undir höndum. Þrír menn voru ákærðir í málinu. Auk Axels voru það þeir Kristján Halldór Jensson, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, og Tómas Pálsson Eyþórsson sem var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. Skotið var á bíl við bílasöluna Höfðahöllin. 22.3.2012 14:40 Olíudómi verður áfrýjað Íslenska ríkið þarf að endurgreiða olíufélögunum sektargreiðslur vegna verðsamráðs upp á einn og hálfan milljarð króna samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur. Félögin nutu að mati dómara ekki andmælaréttar í samræmi við lög. 22.3.2012 20:00 Framkvæmdastjóri smálánafyrirtækis: Umræðan einkennist af forsjáhyggju "Við fögnum umræðunni og að það sé verið að taka á fjármálalæsi hjá fólki,“ segir Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Kredia, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þar voru smálánin til umræðu en Reykjavík síðdegis ræddi við Breka Karlsson í gær, en hann hefur varað við smálánum auk þess sem hann kennir ungu fólki fjármálalæsi. 22.3.2012 17:40 Fóðurbíll valt Engin slys urðu á fólki þegar stór fóðurbíll valt á hliðina í hringtorgi á Suðurlandsvegi, austanmegin við Olís bensínstöðina, nú eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is var vegurinn lokaður um tíma. 22.3.2012 14:25 Dramatík í Toulouse - skaut að sérsveitarmönnum og stökk út Umsátrinu í Toulouse er nú lokið og fjöldamorðinginn Mohammed Merah er látinn. Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, staðfesti þetta fyrir skömmu og gaf nánari útlistun á atburðarrásinni. 22.3.2012 12:28 Bíl stolið frá Suzuki bílaumboðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgráum Suzuki Swift með skráningarnúmerið SSA-91 en bílnum var stolið frá Suzuki bílaumboðinu í Skeifunni í síðustu viku. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 22.3.2012 18:26 Breytingar á ráðuneytum samþykktar í ríkisstjórn - taka gildi 1.september Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu ráðherranefndar um stjórnkerfisumbætur varðandi breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en tillagan er nú til umfjöllunar í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. 22.3.2012 15:20 Fyritækin skylduð til að gera öryggisáætlun Allir sem bjóða ferðir innanlands verða skyldaðir til þess að útbúa öryggisáætlun, nái nýtt frumvarp um breytingu á lögum um skipan ferðamála fram að ganga. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fer í dag. Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála, greindi frá því á fundinum, að hún bindi mestar vonir við þennan hluta frumvarpsins sem snýr að öryggi ferðamanna. „Í öryggisáætlun á að koma fram mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig ferðaskipuleggjandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni,“ segir í tilkynningu. 22.3.2012 15:10 Tölvuglæpir urðu að pólitísku andófi á síðasta ári Aðgerðarsinnar stálu mun meira af gögnum frá stórfyrirtækjum á síðasta ári en tölvuþrjótar. Fjarskiptafyrirtækið Verizon hefur birt niðurstöður rannsóknar þar sem rýnt var í fjölda tölvuárása og skaðsemi þeirra. 22.3.2012 13:25 Helmingur erlendra ferðamanna heimsækir sömu staðina Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna kemur til landsins á sumrin og flestir heimsækja sömu staðina, t.d. Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Mývatnssveit, segir dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir. Hún flytur erindi um þolmörk ferðamennskunnar á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag sem fer fram á Nordica Hilton í Reykjavík. 22.3.2012 12:04 Sigurður náði besta árangri Íslands í Bocuse d'Or Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson matreiðslumaður náði í gær besta árangri Íslendinga til þessa í forkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or. Sigurður og aðstoðarmenn hans lentu í fjórða sæti sem tryggir þeim sæti í úrslitum að ári. 22.3.2012 11:45 Höfuðpaur í skotárásarmáli í fjögurra ára fangelsi Kristján Halldór Jensson, höfuðpaurinn í skotárásarmálinu í Bryggjuhverfi, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Tómas Pálsson Eyþórsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu og Axel Smith var dæmdur til að greiða tæpar 70 þúsund krónur í sekt. Tómas var sá eini af sakborningunum sem var mættur við dómsuppkvaðningu. Mennirnir eru dæmdir fyrir hættubrot en ekki tilraun til manndráps. 22.3.2012 11:40 Selja húsmuni úr dánarbúi „Við fengum dánarbú í hús og hugsuðum með okkur að við þyrftum einhvern veginn að koma því í pening,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 22.3.2012 11:30 Vilja lækkun vatnsskatts Sóknarnefndir Kársness-, Digraness, Hjalla-, og Lindasóknar óska eftir því að bæjarráðið í Kópavogi lækki verulega vatnsskatt og holræsagjald á kirkjur bæjarins. 22.3.2012 11:00 Komst undan með klinkhaug Grímuklæddur ræningi komst undan á hjóli eftir að hafa rænt kjörbúð í Vissenberg á Fjóni í fyrrakvöld. Hann bar þungar klyfjar á flóttanum enda var meginþorri ránsfengsins, 30 þúsund danskra króna, í smámynt. 22.3.2012 11:00 Vigdís um kvenréttindabaráttuna: Öfgar geta eyðilagt góðan málstað "Ég vil ekki að karlar þurfi að upplifa það sem konur þurftu að upplifa áður, að konur séu orðnar það sterkar að karlar þurfi að hafa sig alla við til að viðhalda jafnrétti," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Hún segir það mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi. 22.3.2012 10:45 Frönsk sérsveit felldi fjöldamorðingjann í Toulouse Fjöldamorðinginn Mohammed Merah féll í árás sérsveitar frönsku lögreglunnar inn í íbúð hans í borginni Toulouse fyrir nokkrum mínútum. Þar með lauk yfir 30 klukkustunda umsátri lögreglunnar um íbúðina. 22.3.2012 10:45 Eignarhald á orku verði óskert Íslensk stjórnvöld munu fara fram á sérlausnir í aðildarviðræðum við ESB um orkumál til að tryggt verði að eignarhald Íslands á orkuauðlindum verði ekki skert á nokkurn hátt, né heldur rétturinn til þess að þess að stjórna auðlindum. 22.3.2012 10:30 Hrefna Sætran segir fyrrverandi starfsmenn stela uppskriftum Hrefna Rós Sætran veitingamaður biðlar til kollega sinna um að kynna sér vel hvern þeir ráða í vinnu. Hún segist tvívegis hafa lent í því að starfsfólk sem hún hefur þurft að láta fara, vegna lélegra vinnubragða og slælegrar mætingar, hafi stolið frá henni uppskriftum. Þetta fólk hafi síðan verið ráðið annars staðar þar sem það hafi boðið upp á nákvæmlega sömu rétti og Hrefna hafi haft á boðstólum. 22.3.2012 10:20 Lögreglan ræðst inn í íbúð fjöldamorðingjans í Toulouse Þær fréttir berast nú að franska lögreglan hafi látið til skarar skríða gegn Mohammed Merah fjöldamorðingjanum sem hefur verið umkringdur í borginni Toulouse í 30 klukkustundir. Lögeglan vill þó ekki staðfesta þetta. 22.3.2012 10:17 Forsetinn launahæstur Forseti Íslands er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð. Hann er með 1916 þúsund krónur í mánaðalaun. Launalægstur þeirra sem heyra undir ráðið er aftur á móti forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar. Sá er með 458 þúsund krónur í mánaðalaun. Þetta kemur fram í svari Oddnýar Harðardóttur fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. 22.3.2012 10:16 Verðlaun afhent í HÍ í kvöld Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands klukkan 19 í dag. Þetta er í 50. skipti sem verðlaunin verða veitt, og í fyrsta skipti sem ekki er tilkynnt um verðlaunahafana fyrir verðlaunaathöfnina. 22.3.2012 10:00 Hafði verið látinn í 3 mánuði 62 ára enskur maður sem bjó á Írlandi fannst látinn í íbúð sinni í gær. Hann hafði verið látinn frá því um jól án þess að nokkur gerði sér grein fyrir því. 22.3.2012 10:00 Komum á neyðarvist Stuðla fjölgaði um 30% Komum barna á neyðarvist Stuðla fjölgaði um tæp 30% á árunum 2007 – 2011. Börn voru vistuð þar 182 sinnum árið 2007 en 234 sinnum árið 2011. 22.3.2012 09:33 Sumaratvinnuátak fyrir háskólanemendur Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Atvinnuleysistryggingarsjóðs mætti á fund á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Háskólatorgi miðvikudaginn 21. mars sem miðaður var að atvinnutækifærum námsmanna í sumar. "Þar tilkynnti hann að Velferðarráðherra hafði samþykkt að ráðist verði í sumaratvinnuátak sérmiðað að námsmönnum,“ segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Átakið byggir á samþykkt stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs frá því í síðustu viku um að leggja til tæpar 280 m. kr. til sköpunar starfa gegn rúmlega 100 m. kr. mótframlagi ríkissjóðs. 22.3.2012 09:33 Vilja endurheimta æskulýðsfulltrúann Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. 22.3.2012 09:30 Nauðgari fékk tveggja ára dóm Tuttugu og sjö ára maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í júnílok í fyrra. Dómurinn yfir manninum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, var kveðinn upp á þriðjudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Að auki er manninum gert að greiða konunni með vöxtum 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 977 þúsund krónur í sakarkostnað. 22.3.2012 09:00 Segja ekki hafa verið rétt gefið í upphafi Stjórnendur Landbúnaðarháskólans segja þungbært að ekki hafi tekist að reka hann innan fjárheimilda og gera reksturinn sjálfbæran til lengri tíma. 22.3.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Innbyrti 180 poka af heróíni Rúmlega fimmtug kona var handtekinn á flugvellinum í Dulles í Bandaríkjunum eftir að hún reyndi að smygla 2.3 kílóum af heróíni inn í landið. 22.3.2012 23:30
Risavaxinn málmbútur féll til jarðar í Síberíu Rúmlega 200 kílóa málmbútur féll til jarðar í Síberíu fyrr í vikunni. Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi eru sérfræðingar á vegum rússnesku geimferðastofnunarinnar að rannsaka hlutinn. 22.3.2012 23:00
Apache herþyrla hrapaði í Afganistan Ótrúlegt myndskeið sem sýnir bandaríska Apache herþyrlu hrapa í Afganistan birtist á vefsíðunni YouTube í dag. 22.3.2012 22:30
Tæplega níræður maður grunaður um líknardráp Tæplega níræður maður var handtekinn á þriðjudaginn í San Diego í Bandaríkjunum. Hann er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða eiginkonu sinnar. 22.3.2012 22:00
SS stefnir á pylsuútrás Nú stefnir í að Sláturfélag Suðurlands (SS) muni hefja nýstárlega útrás, þeir hyggjast nefnilega flytja út og selja pylsur á erlendum mörkuðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir meðal annars að Í gegnum árin hafi félagið fengið mikinn fjölda fyrirspurna frá erlendum og innlendum aðilum sem vilja selja SS pylsuna erlendis en ekki hefur verið hægt að verða við þessu fyrr en nú. 22.3.2012 21:30
Ótrúlega mörg rafstuð - mikilvægt að læra skyndihjálp "Fimmtán rafstuð, það er ansi mikið,“ segir Felix Valsson, formaður Endurlífgunarráðs, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag, en þar var rætt um ótrúlega endurlífgun fótboltakappans Fabrice Muamba. Hann féll skyndilega niður í miðjum leik Bolton og Tottenham á White Hart Lane á laugardaginn síðasta. Hann var tæknilega látinn í 78 mínútur. En með þrautseigju og hárréttum viðbrögðum, fór hjarta Muamba að slá á ný. Nú sýnir hann ótrúleg batamerki. 22.3.2012 21:00
Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22.3.2012 20:30
Whitney Houston drukknaði í baði Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu. 22.3.2012 22:05
Merethe Lindstrøm fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Það var rithöfundurinn Merethe Lindstrøm sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands um klukkan sjö í kvöld. Verðlaunin fær Lindstrøm fyrri bók sína, Dager i stillhetens historie, sem kom út á síðasta ári í Noregi. 22.3.2012 21:02
Lækkaði verðið og var kosinn besti rekstrarstjórinn Nú nýverið var haldinn árlegur fundur hjá rekstrarstjórnendum TGI Friday´s í heiminum og fór hann fram í Dallas í Texas samhliða heimsmeistarakeppni barþjóna hjá keðjunni, einnig voru menn heiðraðir fyrir fyrirmyndarárangur. 22.3.2012 20:40
Grásleppan sendir fræðingunum "puttann“ Grásleppuvertíðin fer vel af stað fyrir norðan en þetta er í fyrsta sinn sem bannað er að henda grásleppunni í sjóinn eftir að búið er að hirða úr henni hrognin. Við Eyjafjörð byrjuðu flestir að leggja grásleppunetin fyrir viku og í Grenivíkurhöfn hitti Stöð 2 þá Þórð Ólafsson og Ingólf Björnsson sem voru að gera klárt fyrir róður á Elínu ÞH. 22.3.2012 20:15
Fá ekki rafmagn fyrir fiskimjölsverksmiðjur Hægt væri að spara hundruð milljóna í gjaldeyri með því að raforkuvæða íslenskar fiskimjölsverksmiðjur. Þetta segir rekstrarstjóri verksmiðju HB Granda á Akranesi. Rafmagnið hefur hins vegar ekki fengist. 22.3.2012 19:30
Segir andstöðu gegn Vaðlaheiðargöngum með ólíkindum Bæjarstjóri Akureyrar segir með ólíkindum hvernig allskyns hlutir séu leitaðir uppi gegn Vaðlaheiðargöngum og hvetur stjórnvöld til að drífa framkvæmdina af stað nú þegar. Fimm mánuðum eftir að tilboð voru opnuð í gerð Vaðlaheiðarganga situr verkefnið fast í meðförum ríkisstjórnar og Alþingis. 22.3.2012 18:45
Skuldir heimila sem hlutfall af landsframleiðslu mun lægri en í Danmörku Skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu eru lægri á Íslandi en á Írlandi, í Hollandi og Danmörku. Samanburður við Danmörku er merkilegur fyrir þær sakir að mun fleiri búa í eigin húsnæði hér á landi en þar. 22.3.2012 18:30
Ekki lengur hægt að senda nafnlaus smáskeyti Gerðar hafa verið endurbætur á SMS-sendingum í gegnum vefsíðuna Já.is. Frá og með deginum í dag munu þeir sem senda SMS af Já.is þurfa að auðkenna sig áður en þeir geta sent SMS-skeyti í íslensk farsímanúmer. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 22.3.2012 17:55
Íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í skutlukeppni Red Bull Íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í undankeppni fyrir skutlukeppni Red Bull á föstudaginn kemur. Viðburðurinn er einn sá stærsti á vegum orkudrykkjaframleiðandans Red Bull. 22.3.2012 16:10
Leyniskytta felldi Merah Fjöldamorðinginn Mohammed Merah lést eftir að leyniskytta skaut hann í höfuðið. Saksóknari staðfesti þetta fyrir stuttu. 22.3.2012 16:05
Ósannað að byssumennirnir hafi reynt að drepa fórnarlömbin Axel Már Smith, sem var ákærður fyrir aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum, var sýknaður af þeim ákærulið. Þetta kemur fram í dómnum sem Vísir hefur undir höndum. Þrír menn voru ákærðir í málinu. Auk Axels voru það þeir Kristján Halldór Jensson, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, og Tómas Pálsson Eyþórsson sem var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. Skotið var á bíl við bílasöluna Höfðahöllin. 22.3.2012 14:40
Olíudómi verður áfrýjað Íslenska ríkið þarf að endurgreiða olíufélögunum sektargreiðslur vegna verðsamráðs upp á einn og hálfan milljarð króna samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur. Félögin nutu að mati dómara ekki andmælaréttar í samræmi við lög. 22.3.2012 20:00
Framkvæmdastjóri smálánafyrirtækis: Umræðan einkennist af forsjáhyggju "Við fögnum umræðunni og að það sé verið að taka á fjármálalæsi hjá fólki,“ segir Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Kredia, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þar voru smálánin til umræðu en Reykjavík síðdegis ræddi við Breka Karlsson í gær, en hann hefur varað við smálánum auk þess sem hann kennir ungu fólki fjármálalæsi. 22.3.2012 17:40
Fóðurbíll valt Engin slys urðu á fólki þegar stór fóðurbíll valt á hliðina í hringtorgi á Suðurlandsvegi, austanmegin við Olís bensínstöðina, nú eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is var vegurinn lokaður um tíma. 22.3.2012 14:25
Dramatík í Toulouse - skaut að sérsveitarmönnum og stökk út Umsátrinu í Toulouse er nú lokið og fjöldamorðinginn Mohammed Merah er látinn. Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, staðfesti þetta fyrir skömmu og gaf nánari útlistun á atburðarrásinni. 22.3.2012 12:28
Bíl stolið frá Suzuki bílaumboðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgráum Suzuki Swift með skráningarnúmerið SSA-91 en bílnum var stolið frá Suzuki bílaumboðinu í Skeifunni í síðustu viku. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 22.3.2012 18:26
Breytingar á ráðuneytum samþykktar í ríkisstjórn - taka gildi 1.september Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu ráðherranefndar um stjórnkerfisumbætur varðandi breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en tillagan er nú til umfjöllunar í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. 22.3.2012 15:20
Fyritækin skylduð til að gera öryggisáætlun Allir sem bjóða ferðir innanlands verða skyldaðir til þess að útbúa öryggisáætlun, nái nýtt frumvarp um breytingu á lögum um skipan ferðamála fram að ganga. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fer í dag. Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála, greindi frá því á fundinum, að hún bindi mestar vonir við þennan hluta frumvarpsins sem snýr að öryggi ferðamanna. „Í öryggisáætlun á að koma fram mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig ferðaskipuleggjandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni,“ segir í tilkynningu. 22.3.2012 15:10
Tölvuglæpir urðu að pólitísku andófi á síðasta ári Aðgerðarsinnar stálu mun meira af gögnum frá stórfyrirtækjum á síðasta ári en tölvuþrjótar. Fjarskiptafyrirtækið Verizon hefur birt niðurstöður rannsóknar þar sem rýnt var í fjölda tölvuárása og skaðsemi þeirra. 22.3.2012 13:25
Helmingur erlendra ferðamanna heimsækir sömu staðina Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna kemur til landsins á sumrin og flestir heimsækja sömu staðina, t.d. Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Mývatnssveit, segir dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir. Hún flytur erindi um þolmörk ferðamennskunnar á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag sem fer fram á Nordica Hilton í Reykjavík. 22.3.2012 12:04
Sigurður náði besta árangri Íslands í Bocuse d'Or Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson matreiðslumaður náði í gær besta árangri Íslendinga til þessa í forkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or. Sigurður og aðstoðarmenn hans lentu í fjórða sæti sem tryggir þeim sæti í úrslitum að ári. 22.3.2012 11:45
Höfuðpaur í skotárásarmáli í fjögurra ára fangelsi Kristján Halldór Jensson, höfuðpaurinn í skotárásarmálinu í Bryggjuhverfi, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Tómas Pálsson Eyþórsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu og Axel Smith var dæmdur til að greiða tæpar 70 þúsund krónur í sekt. Tómas var sá eini af sakborningunum sem var mættur við dómsuppkvaðningu. Mennirnir eru dæmdir fyrir hættubrot en ekki tilraun til manndráps. 22.3.2012 11:40
Selja húsmuni úr dánarbúi „Við fengum dánarbú í hús og hugsuðum með okkur að við þyrftum einhvern veginn að koma því í pening,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 22.3.2012 11:30
Vilja lækkun vatnsskatts Sóknarnefndir Kársness-, Digraness, Hjalla-, og Lindasóknar óska eftir því að bæjarráðið í Kópavogi lækki verulega vatnsskatt og holræsagjald á kirkjur bæjarins. 22.3.2012 11:00
Komst undan með klinkhaug Grímuklæddur ræningi komst undan á hjóli eftir að hafa rænt kjörbúð í Vissenberg á Fjóni í fyrrakvöld. Hann bar þungar klyfjar á flóttanum enda var meginþorri ránsfengsins, 30 þúsund danskra króna, í smámynt. 22.3.2012 11:00
Vigdís um kvenréttindabaráttuna: Öfgar geta eyðilagt góðan málstað "Ég vil ekki að karlar þurfi að upplifa það sem konur þurftu að upplifa áður, að konur séu orðnar það sterkar að karlar þurfi að hafa sig alla við til að viðhalda jafnrétti," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Hún segir það mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi. 22.3.2012 10:45
Frönsk sérsveit felldi fjöldamorðingjann í Toulouse Fjöldamorðinginn Mohammed Merah féll í árás sérsveitar frönsku lögreglunnar inn í íbúð hans í borginni Toulouse fyrir nokkrum mínútum. Þar með lauk yfir 30 klukkustunda umsátri lögreglunnar um íbúðina. 22.3.2012 10:45
Eignarhald á orku verði óskert Íslensk stjórnvöld munu fara fram á sérlausnir í aðildarviðræðum við ESB um orkumál til að tryggt verði að eignarhald Íslands á orkuauðlindum verði ekki skert á nokkurn hátt, né heldur rétturinn til þess að þess að stjórna auðlindum. 22.3.2012 10:30
Hrefna Sætran segir fyrrverandi starfsmenn stela uppskriftum Hrefna Rós Sætran veitingamaður biðlar til kollega sinna um að kynna sér vel hvern þeir ráða í vinnu. Hún segist tvívegis hafa lent í því að starfsfólk sem hún hefur þurft að láta fara, vegna lélegra vinnubragða og slælegrar mætingar, hafi stolið frá henni uppskriftum. Þetta fólk hafi síðan verið ráðið annars staðar þar sem það hafi boðið upp á nákvæmlega sömu rétti og Hrefna hafi haft á boðstólum. 22.3.2012 10:20
Lögreglan ræðst inn í íbúð fjöldamorðingjans í Toulouse Þær fréttir berast nú að franska lögreglan hafi látið til skarar skríða gegn Mohammed Merah fjöldamorðingjanum sem hefur verið umkringdur í borginni Toulouse í 30 klukkustundir. Lögeglan vill þó ekki staðfesta þetta. 22.3.2012 10:17
Forsetinn launahæstur Forseti Íslands er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð. Hann er með 1916 þúsund krónur í mánaðalaun. Launalægstur þeirra sem heyra undir ráðið er aftur á móti forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar. Sá er með 458 þúsund krónur í mánaðalaun. Þetta kemur fram í svari Oddnýar Harðardóttur fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. 22.3.2012 10:16
Verðlaun afhent í HÍ í kvöld Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands klukkan 19 í dag. Þetta er í 50. skipti sem verðlaunin verða veitt, og í fyrsta skipti sem ekki er tilkynnt um verðlaunahafana fyrir verðlaunaathöfnina. 22.3.2012 10:00
Hafði verið látinn í 3 mánuði 62 ára enskur maður sem bjó á Írlandi fannst látinn í íbúð sinni í gær. Hann hafði verið látinn frá því um jól án þess að nokkur gerði sér grein fyrir því. 22.3.2012 10:00
Komum á neyðarvist Stuðla fjölgaði um 30% Komum barna á neyðarvist Stuðla fjölgaði um tæp 30% á árunum 2007 – 2011. Börn voru vistuð þar 182 sinnum árið 2007 en 234 sinnum árið 2011. 22.3.2012 09:33
Sumaratvinnuátak fyrir háskólanemendur Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Atvinnuleysistryggingarsjóðs mætti á fund á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Háskólatorgi miðvikudaginn 21. mars sem miðaður var að atvinnutækifærum námsmanna í sumar. "Þar tilkynnti hann að Velferðarráðherra hafði samþykkt að ráðist verði í sumaratvinnuátak sérmiðað að námsmönnum,“ segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Átakið byggir á samþykkt stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs frá því í síðustu viku um að leggja til tæpar 280 m. kr. til sköpunar starfa gegn rúmlega 100 m. kr. mótframlagi ríkissjóðs. 22.3.2012 09:33
Vilja endurheimta æskulýðsfulltrúann Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. 22.3.2012 09:30
Nauðgari fékk tveggja ára dóm Tuttugu og sjö ára maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í júnílok í fyrra. Dómurinn yfir manninum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, var kveðinn upp á þriðjudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Að auki er manninum gert að greiða konunni með vöxtum 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 977 þúsund krónur í sakarkostnað. 22.3.2012 09:00
Segja ekki hafa verið rétt gefið í upphafi Stjórnendur Landbúnaðarháskólans segja þungbært að ekki hafi tekist að reka hann innan fjárheimilda og gera reksturinn sjálfbæran til lengri tíma. 22.3.2012 09:00