Innlent

Lækkaði verðið og var kosinn besti rekstrarstjórinn

Ævar Olsen má una vel við sitt.
Ævar Olsen má una vel við sitt.
Nú nýverið var haldinn árlegur fundur hjá rekstrarstjórnendum TGI Friday´s í heiminum og fór hann fram í Dallas í Texas samhliða heimsmeistarakeppni barþjóna hjá keðjunni, einnig voru menn heiðraðir fyrir fyrirmyndarárangur.

Þar var Ævar Olsen kosinn besti rekstrarstjóri hjá TGI Fridays í Evrópu, og er það enginn smá árangur, en um 400 staðir eru í Evrópu einni.

Verðlaunin sem hann hlaut var verðlaunapeningur og peningaverðlaun. Svo fékk hann Rolex armbandsúr að auki, og ekki af ódýrustu gerðinni samkvæmt fréttavefnum Freisting.is.

Ævar segir lykilinn að góðum árangri vera sú stefna að lækkað verðin á matnum um 7% sem skilaði sér í 26% veltuaukningu, sem er sannarlega eftirtektarverður árangur. Einnig er starfsmannavelta lítil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×