Innlent

Forsetinn launahæstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð.
Ólafur Ragnar Grímsson er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð.
Forseti Íslands er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð. Hann er með 1916 þúsund krónur í mánaðalaun. Launalægstur þeirra sem heyra undir ráðið er aftur á móti forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar. Sá er með 458 þúsund krónur í mánaðalaun. Þetta kemur fram í svari Oddnýar Harðardóttur fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi.

Næstlaunahæstir eru hæstaréttadómarar en meðalheildarlaun þeirra eru rúmar 1.230 þúsund krónur. Á eftir þeim koma svo ráðherrar með tæpar 1100 þúsund krónur. Héraðsdómarar eru með 995 þúsund krónur og alþingismenn með tæpar 590 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×