Innlent

Íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í skutlukeppni Red Bull

Íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í undankeppni fyrir skutlukeppni Red Bull á föstudaginn kemur. Viðburðurinn er einn sá stærsti á vegum orkudrykkjaframleiðandans Red Bull.

Á morgun fer fram úrslitakeppnin fyrir Íslendinga og verður hún haldin í Perlunni. Paper Wings er alþjóðlegur viðburður sem haldin er í meira en 90 löndum. Keppendur búa til skutlur og keppa í þremur flokknum. Keppt er í flokkunum lensta kast, lengsti flugtíminn og flottasta kastið. Viðburðurinn var haldinn síðast árið 2009 og tóku þá alls 37 þúsund keppendur þátt út um allan heim, en 203 komust áfram í úrslitakeppnina. Sett var heimsmet það árið en þá kastaði einn keppandinn skutlu 63,19 metra.

Sigurvegarar í hverri grein fyrir sig á morgun verða fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu sem fer fram 4. og 5. maí í höfuðstöðvum Red Bull í Austurríki. Sigurvegarnir þrír munu ferðast með WOW Air í lokakeppnina en það verður í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Undankeppnir fyrir úrslitakvöldið í Perlunni á morgun fór fram í gær og á þriðjudaginn í síðustu viku, en það voru nemendur úr HR og HÍ sem öttu kappi þá.

Búast má við hörku keppni á morgun og eru áhugamenn hvattir til að mæta.

Hægt er að lesa meira um viðburðinn og fá nánari upplýsingar á Facebook-síðu keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×