Dramatík í Toulouse - skaut að sérsveitarmönnum og stökk út 22. mars 2012 12:28 RAID sérsveitin stuttu áður en atlaga var gerð að íbúðinni. mynd/AP Umsátrinu í Toulouse er nú lokið og fjöldamorðinginn Mohammed Merah er látinn. Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, staðfesti þetta fyrir skömmu og gaf nánari útlistun á atburðarrásinni. Samkvæmt Gueant braust sérsveit frönsku lögreglunnar, RAID, inn um dyr íbúðar Merah í morgun. Þremur handsprengjum var kastað inn í íbúðina áður en sérsveitarmenn ruddust inn. Merah var þó hvergi að finna. Grunur lék á að hann hefði flúið inn á baðhergi íbúðarinnar. Sérsveitarmennirnir þurftu að hafa varann á enda var talið að Merah hefði skilið eftir sprengigildrur í íbúðinni.Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, ræddi við fjölmiðla eftir að Merah var felldur.mynd/AFPÞegar sérsveitarmennirnir nálguðust baðherbergið hljóp Merah út og hóf að skjóta að lögreglumönnum. Tveir sérsveitarmenn særðust. Talið er að Merah hafi skotið úr hríðskotabyssu. Gueanta sagði að skothríðin hefði verið hröð og þung. Hann tók fram að meðlimir sérsveitarinnar RAID séu með þeim reyndustu í Frakklandi en þeir hafi samt sem áður aldrei lent í jafn hörðum skotbardaga. Því næst stökk Merah út um glugga íbúðarinnar. Fregnir herma að hann hafi skotið á lögreglumenn er hann féll úr glugganum. Merah fannst látinn á jörðinni. Merah hafði lýst því yfir að hann hefði hlotið þjálfun í æfingarbúðum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda.Gueant hrósaði sérsveitarmönnum.mynd/AFPRannsóknarmenn fínkemba nú svæðið. Fjöldi fólks er enn á svæðinu en umsátrið stóð yfir í 32 klukkustundir. Merah er grunaður um að hafa myrt sjö manns á síðustu vikum í suðurhluta Frakklands. Þar af myrti hann þrjú börn við gyðingaskóla í Toulouse. Tengdar fréttir Merah ætlaði að myrða aftur Innanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti fyrir stuttu að Mohammed Merah, sem grunaður er um hrynu ódæðisverka í suðurhluta Frakklands, hafi lagt á ráðin um að myrða tvö lögregluþjóna og hermann í borginni Toulouse. 21. mars 2012 16:39 Lögreglan ræðst inn í íbúð fjöldamorðingjans í Toulouse Þær fréttir berast nú að franska lögreglan hafi látið til skarar skríða gegn Mohammed Merah fjöldamorðingjanum sem hefur verið umkringdur í borginni Toulouse í 30 klukkustundir. Lögeglan vill þó ekki staðfesta þetta. 22. mars 2012 10:17 Gífurleg leit að árásarmanninum í Toulouse Einhver mesta lögregluleit í sögu Frakklands er nú gerð að árásarmanninum sem skaut fjóra til bana, þar af þrjú börn fyrir utan gyðingaskóla í borginni Toulouse í gærmorgun. 20. mars 2012 06:35 Langvinnt umsátur um fjöldamorðingja - lögreglan leggur til atlögu Franska lögreglan hefur lagt til atlögu við heimili fjöldamorðingjans Mohamed Merah. Þrjár sprenginar heyrðust fyrir stundu að því er Reuters greinir frá. 21. mars 2012 22:41 Fjórir látnir eftir skotárás í Frakklandi Fjórir eru látnir eftir að maður hóf skotárás á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands segir árásina vera þjóðarharmleik. 19. mars 2012 12:18 Meintur fjöldamorðingi ætlar að gefast upp seinna í dag Hinn meinti fjöldamorðingi sem franska lögreglan hefur umkringt í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse segir að hann muni gefast upp fyrir lögreglunni síðar í dag. 21. mars 2012 10:12 Frönsk sérsveit felldi fjöldamorðingjann í Toulouse Fjöldamorðinginn Mohammed Merah féll í árás sérsveitar frönsku lögreglunnar inn í íbúð hans í borginni Toulouse fyrir nokkrum mínútum. Þar með lauk yfir 30 klukkustunda umsátri lögreglunnar um íbúðina. 22. mars 2012 10:45 Fjöldamorðinginn umkringdur af lögreglu í Toulouse Sérsveit frönsku lögreglunnar hefur staðið í skotbardaga í nótt við húsi í úthverfi Toulouse en þar býr maður sem grunaður er um aðild að skotárásinni á gyðingaskóla í borginni fyrr í vikunni. Búið er að handtaka bróður mannsins en tveir lögreglumenn munu hafa særst í bardaganum. 21. mars 2012 06:39 Fjöldamorðinginn ætlar að birta myndbönd af morðunum í dag Meintur fjöldamorðingi sem nú hefur verið króaður af í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse í Frakklandi hafði samband við fréttastofuna France 24 í nótt. Maðurinn lýsti yfir ábyrgð á morðunum við blaðamann og sagðist hafa myndað ódæðin. 21. mars 2012 11:59 Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. 20. mars 2012 23:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Umsátrinu í Toulouse er nú lokið og fjöldamorðinginn Mohammed Merah er látinn. Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, staðfesti þetta fyrir skömmu og gaf nánari útlistun á atburðarrásinni. Samkvæmt Gueant braust sérsveit frönsku lögreglunnar, RAID, inn um dyr íbúðar Merah í morgun. Þremur handsprengjum var kastað inn í íbúðina áður en sérsveitarmenn ruddust inn. Merah var þó hvergi að finna. Grunur lék á að hann hefði flúið inn á baðhergi íbúðarinnar. Sérsveitarmennirnir þurftu að hafa varann á enda var talið að Merah hefði skilið eftir sprengigildrur í íbúðinni.Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, ræddi við fjölmiðla eftir að Merah var felldur.mynd/AFPÞegar sérsveitarmennirnir nálguðust baðherbergið hljóp Merah út og hóf að skjóta að lögreglumönnum. Tveir sérsveitarmenn særðust. Talið er að Merah hafi skotið úr hríðskotabyssu. Gueanta sagði að skothríðin hefði verið hröð og þung. Hann tók fram að meðlimir sérsveitarinnar RAID séu með þeim reyndustu í Frakklandi en þeir hafi samt sem áður aldrei lent í jafn hörðum skotbardaga. Því næst stökk Merah út um glugga íbúðarinnar. Fregnir herma að hann hafi skotið á lögreglumenn er hann féll úr glugganum. Merah fannst látinn á jörðinni. Merah hafði lýst því yfir að hann hefði hlotið þjálfun í æfingarbúðum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda.Gueant hrósaði sérsveitarmönnum.mynd/AFPRannsóknarmenn fínkemba nú svæðið. Fjöldi fólks er enn á svæðinu en umsátrið stóð yfir í 32 klukkustundir. Merah er grunaður um að hafa myrt sjö manns á síðustu vikum í suðurhluta Frakklands. Þar af myrti hann þrjú börn við gyðingaskóla í Toulouse.
Tengdar fréttir Merah ætlaði að myrða aftur Innanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti fyrir stuttu að Mohammed Merah, sem grunaður er um hrynu ódæðisverka í suðurhluta Frakklands, hafi lagt á ráðin um að myrða tvö lögregluþjóna og hermann í borginni Toulouse. 21. mars 2012 16:39 Lögreglan ræðst inn í íbúð fjöldamorðingjans í Toulouse Þær fréttir berast nú að franska lögreglan hafi látið til skarar skríða gegn Mohammed Merah fjöldamorðingjanum sem hefur verið umkringdur í borginni Toulouse í 30 klukkustundir. Lögeglan vill þó ekki staðfesta þetta. 22. mars 2012 10:17 Gífurleg leit að árásarmanninum í Toulouse Einhver mesta lögregluleit í sögu Frakklands er nú gerð að árásarmanninum sem skaut fjóra til bana, þar af þrjú börn fyrir utan gyðingaskóla í borginni Toulouse í gærmorgun. 20. mars 2012 06:35 Langvinnt umsátur um fjöldamorðingja - lögreglan leggur til atlögu Franska lögreglan hefur lagt til atlögu við heimili fjöldamorðingjans Mohamed Merah. Þrjár sprenginar heyrðust fyrir stundu að því er Reuters greinir frá. 21. mars 2012 22:41 Fjórir látnir eftir skotárás í Frakklandi Fjórir eru látnir eftir að maður hóf skotárás á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands segir árásina vera þjóðarharmleik. 19. mars 2012 12:18 Meintur fjöldamorðingi ætlar að gefast upp seinna í dag Hinn meinti fjöldamorðingi sem franska lögreglan hefur umkringt í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse segir að hann muni gefast upp fyrir lögreglunni síðar í dag. 21. mars 2012 10:12 Frönsk sérsveit felldi fjöldamorðingjann í Toulouse Fjöldamorðinginn Mohammed Merah féll í árás sérsveitar frönsku lögreglunnar inn í íbúð hans í borginni Toulouse fyrir nokkrum mínútum. Þar með lauk yfir 30 klukkustunda umsátri lögreglunnar um íbúðina. 22. mars 2012 10:45 Fjöldamorðinginn umkringdur af lögreglu í Toulouse Sérsveit frönsku lögreglunnar hefur staðið í skotbardaga í nótt við húsi í úthverfi Toulouse en þar býr maður sem grunaður er um aðild að skotárásinni á gyðingaskóla í borginni fyrr í vikunni. Búið er að handtaka bróður mannsins en tveir lögreglumenn munu hafa særst í bardaganum. 21. mars 2012 06:39 Fjöldamorðinginn ætlar að birta myndbönd af morðunum í dag Meintur fjöldamorðingi sem nú hefur verið króaður af í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse í Frakklandi hafði samband við fréttastofuna France 24 í nótt. Maðurinn lýsti yfir ábyrgð á morðunum við blaðamann og sagðist hafa myndað ódæðin. 21. mars 2012 11:59 Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. 20. mars 2012 23:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Merah ætlaði að myrða aftur Innanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti fyrir stuttu að Mohammed Merah, sem grunaður er um hrynu ódæðisverka í suðurhluta Frakklands, hafi lagt á ráðin um að myrða tvö lögregluþjóna og hermann í borginni Toulouse. 21. mars 2012 16:39
Lögreglan ræðst inn í íbúð fjöldamorðingjans í Toulouse Þær fréttir berast nú að franska lögreglan hafi látið til skarar skríða gegn Mohammed Merah fjöldamorðingjanum sem hefur verið umkringdur í borginni Toulouse í 30 klukkustundir. Lögeglan vill þó ekki staðfesta þetta. 22. mars 2012 10:17
Gífurleg leit að árásarmanninum í Toulouse Einhver mesta lögregluleit í sögu Frakklands er nú gerð að árásarmanninum sem skaut fjóra til bana, þar af þrjú börn fyrir utan gyðingaskóla í borginni Toulouse í gærmorgun. 20. mars 2012 06:35
Langvinnt umsátur um fjöldamorðingja - lögreglan leggur til atlögu Franska lögreglan hefur lagt til atlögu við heimili fjöldamorðingjans Mohamed Merah. Þrjár sprenginar heyrðust fyrir stundu að því er Reuters greinir frá. 21. mars 2012 22:41
Fjórir látnir eftir skotárás í Frakklandi Fjórir eru látnir eftir að maður hóf skotárás á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands segir árásina vera þjóðarharmleik. 19. mars 2012 12:18
Meintur fjöldamorðingi ætlar að gefast upp seinna í dag Hinn meinti fjöldamorðingi sem franska lögreglan hefur umkringt í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse segir að hann muni gefast upp fyrir lögreglunni síðar í dag. 21. mars 2012 10:12
Frönsk sérsveit felldi fjöldamorðingjann í Toulouse Fjöldamorðinginn Mohammed Merah féll í árás sérsveitar frönsku lögreglunnar inn í íbúð hans í borginni Toulouse fyrir nokkrum mínútum. Þar með lauk yfir 30 klukkustunda umsátri lögreglunnar um íbúðina. 22. mars 2012 10:45
Fjöldamorðinginn umkringdur af lögreglu í Toulouse Sérsveit frönsku lögreglunnar hefur staðið í skotbardaga í nótt við húsi í úthverfi Toulouse en þar býr maður sem grunaður er um aðild að skotárásinni á gyðingaskóla í borginni fyrr í vikunni. Búið er að handtaka bróður mannsins en tveir lögreglumenn munu hafa særst í bardaganum. 21. mars 2012 06:39
Fjöldamorðinginn ætlar að birta myndbönd af morðunum í dag Meintur fjöldamorðingi sem nú hefur verið króaður af í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse í Frakklandi hafði samband við fréttastofuna France 24 í nótt. Maðurinn lýsti yfir ábyrgð á morðunum við blaðamann og sagðist hafa myndað ódæðin. 21. mars 2012 11:59
Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. 20. mars 2012 23:30