Innlent

Fyritækin skylduð til að gera öryggisáætlun

Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála.
Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála.
Allir sem bjóða ferðir innanlands verða skyldaðir til þess að útbúa öryggisáætlun, nái nýtt frumvarp um breytingu á lögum um skipan ferðamála fram að ganga. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fer í dag. Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála, greindi frá því á fundinum, að hún bindi mestar vonir við þennan hluta frumvarpsins sem snýr að öryggi ferðamanna. „Í öryggisáætlun á að koma fram mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig ferðaskipuleggjandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni,“ segir í tilkynningu.

„Verði frumvarpið afgreitt í vor fær Ferðamálastofa það verkefni að leiðbeina við gerð öryggisáætlana, skrá þær og birta. Þá mun Ferðamálastofa halda uppi eftirliti með því að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur leggi fram öryggisáætlanir og leggi á sektir ef þær eru ekki fyrir hendi."

Þá mun í frumvarpinu einnig vera komið til móts við breytt umhverfi í greininni að sögn ráðherrans. „Stofnun Íslandsstofu og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hefur breytt hlutverki Ferðamálastofu auk þess sem Ferðamálaráð hefur lent í nokkrum tilvistarvanda í kjölfar stofnunar Íslandsstofu og tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, Íslands allt árið og stórra klasa um allt land. Því gerir frumvarpið ráð fyrir samráðsvettvangi um ferðamál sem hittist fremur sjaldan en hefur skýrt hlutverk. Að honum munu eiga aðild m.a. Vegagerðin, Umhverfisstofnun og Félag leiðsögumanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×