Innlent

Höfuðpaur í skotárásarmáli í fjögurra ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tómas Pálsson Eyþórsson leiddur fyrir dómara, en hann var sá eini sem mætti við dómsuppkvaðninguna.
Tómas Pálsson Eyþórsson leiddur fyrir dómara, en hann var sá eini sem mætti við dómsuppkvaðninguna.
Kristján Halldór Jensson, höfuðpaurinn í skotárásarmálinu í Bryggjuhverfi í nóvember á síðasta ári, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Tómas Pálsson Eyþórsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu og Axel Már Smith var dæmdur til að greiða tæpar 70 þúsund krónur í sekt. Tómas var sá eini af sakborningunum sem var mættur við dómsuppkvaðningu. Mennirnir eru dæmdir fyrir hættubrot en ekki tilraun til manndráps. Saksóknari hafði krafist sex ára fangelsis yfir Kristjáni. Þá krafðist hann þriggja ára fangelsisdóms yfir Tómasi og Axeli Má.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×