Innlent

SS stefnir á pylsuútrás

Þá er bara stóra spurningin eftir; hvort pylsuvagninn hyggi líka á útrás.
Þá er bara stóra spurningin eftir; hvort pylsuvagninn hyggi líka á útrás.
Nú stefnir í að Sláturfélag Suðurlands (SS) muni hefja nýstárlega útrás, þeir hyggjast nefnilega flytja út og selja pylsur á erlendum mörkuðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir meðal annars að Í gegnum árin hafi félagið fengið mikinn fjölda fyrirspurna frá erlendum og innlendum aðilum sem vilja selja SS pylsuna erlendis en ekki hefur verið hægt að verða við þessu fyrr en nú.

Sláturhúsið á Selfossi fékk nýtt útflutningsleyfi útgefið þann 1. febrúar síðastliðinn. Þannig fékk fyrirtækið leyfi fyrir alla þætti starfseminnar á erlendum mörkuðum innan ESB. Markmið SS er að reka slátrun og kjötiðnað sem fyllilega stenst samanburð við það besta sem gerist í sambærilegri starfsemi innanlands og utan.

Á næstunni verða gerðar breytingar á umbúðum sem m.a. felast í því að á þær allar verður stimplað svokallað samþykkisnúmer, sem er staðfesting þess að framleiðslan uppfylli ítrustu skilyrði og reglur ESB.

Auk pylsunnar verða valdar áleggstegundir og steikur einnig fluttar út.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.