Innlent

Framkvæmdastjóri smálánafyrirtækis: Umræðan einkennist af forsjáhyggju

Leifur Haraldsson.
Leifur Haraldsson.
„Við fögnum umræðunni og að það sé verið að taka á fjármálalæsi hjá fólki," segir Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Kredia, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þar voru smálánin til umræðu en Reykjavík síðdegis ræddi við Breka Karlsson í gær, en hann hefur varað við smálánum auk þess sem hann kennir ungu fólki fjármálalæsi.

Leifur tekur undir að lánin séu dýr og bendir á að þau séu ólíkt öðrum lánum gegnsæ. Hann biður fólk um að ræða heildarmyndina, ekki afmörkuð lán. „Það sem vantar í umræðuna eru skoða hluti eins og kreditkort, yfirdrætti og þvíumlíkt," segir Leifur og vitnar í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir um ári síðan. Sú grein fjallaði um nítján ára gamla menntaskólamey sem kom sér í 540 þúsund króna skuld á örskömmum tíma. Þar af voru smálánin 20 þúsund krónur. Restin var yfirdráttur og önnur sambærileg lán.

„Umræðan hefur einkennst dálítið af forsjáhyggju. Það má ekki tala niður til fólks. Viðskiptavinir okkar eru úr öllum áttum og öllum stéttum," segir Leifur og bendir á að stærsti viðskiptavinahópur Kredia sé á aldrinum 25 ára til 35 ára. Aðeins níu prósent viðskiptavina Kredia eru undir tvítugu.

Hægt er að hlusta á athyglisvert viðtal við Leif í Reykjavík síðdegis hér.


Tengdar fréttir

Varar við "bjórlánum“

"Ég vara náttúrulega stórlega við þessum lánum. Þau eru ein dýrstu lán sem þú getur nokkurntímann tekið,“ sagði Breki Karlsson í viðtali í Reykjavík síðdegis, spurður út í smálán sem nokkur fyrirtæki bjóða upp á á Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×