Innlent

Komum á neyðarvist Stuðla fjölgaði um 30%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stuðlar eru í Grafarvogi.
Stuðlar eru í Grafarvogi.
Komum barna á neyðarvist Stuðla fjölgaði um tæp 30% á árunum 2007 – 2011. Börn voru vistuð þar 182 sinnum árið 2007 en 234 sinnum árið 2011. Flestar voru komurnar árið 2009 en þá voru þær 263.

Fjöldi barna sem þar er vistaður er hins vegar svipaður á árunum 2007 og 2011. Þau voru 98 í fyrra en 93 árið 2007. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Að meðaltali eru börnin vistuð á lokuðu deildinni í sex daga, en dæmi eru um að þau hafi verið vistuð þar allt upp í 39 daga.

Smelltu hér til að skoða svarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×