Birgitta, Chomsky og Wolf stefna Bandaríkjastjórn 30. mars 2012 11:04 Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur, ásamt sex öðrum, stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Bandaríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Lögunum er ætlað að efla Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverk en hópurinn, sem auk Birgittu telur heimsfræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky og rithöfundinn Naomi Wolf, segir að nú séu friðsamir mótmælendur, rithöfundar og háskólamenn í hættu á að verða settir í varðhald. Sjömenningarnir segja að lögin lami málfrelsi einstaklinga um allan heim, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Lögin heita "National Defense Authorization Bill (NDAA), en ganga undir nafninu „Homeland Battlefield Bill" og voru þau undirrituð af Barack Obama Bandaríkjaforseta í lok síðasta árs. Gagnýnendur laganna segja þau allt of óskýrt orðuð og því sé það opið fyrir túlkun hverjir teljist „stuðningsmenn hryðjuverka", eins og það er orðað. Í lögunum eru þekktir hryðjuverkahópar á borð við Al Kaída og Talíbana nefndir en einnig er talað um þá sem veiti þeim „töluverðan stuðning". Talsmenn Hvíta Hússins þvertaka fyrir að orðalagið gefi yfirvöldum færi á að handtaka hvern sem er. Chris Hedges, Pulitzer verðlaunahafi og fyrrverandi blaðamaður hjá New York Times, sem er í hópnum, sagði fyrir rétti í gær óttast að eiga á hættu að verða handtekinn á grundvelli laganna ef hann tæki viðtöl við íslamska öfgamenn, svo dæmi sé tekið. „Ég gæti lent í því að verða handtekinn af hernum, verða neitað um lögfræðiaðstoð og dúsað í fangelsi uns „átökunum lýkur" eins og það er orðað í frumvarpinu," segir Hedges. Metsöluhöfundurinn Naomi Wolf, einn þekktasti aktívisti heims í dag, las upp yfirlýsingu frá Birgittu Jónsdóttur fyrir réttinum í gær, en Birgitta segist ekki þora að ferðast til Bandaríkjanna, vegna tengsla hennar við WikiLeaks og fyrir þá staðreynd að háttsettir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafi kallað WikiLeaks hryðjuverkahóp. Þrátt fyrir að hafa fengið munnleg loforð þess efnis frá stjórnvöldum að hún sé ekki í hættu á að verða handtekin, segist Birgitta ekki vilja taka áhættuna. „Vegna þessara breytinga get ég ekki lengur ferðast til Bandaríkjanna af ótta við að verða handtekin fyrir að hafa veitt samtökum sem álitin eru tengjast hryðjuverkum, „töluverða aðstoð". Nú er tekist á um það fyrir dómi hvort sjömeningarnir hafi eitthvað til síns máls og ákveði dómari að málið sé tækt er möguleiki á því að krefjast lögbanns á frumvarpið. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur, ásamt sex öðrum, stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Bandaríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Lögunum er ætlað að efla Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverk en hópurinn, sem auk Birgittu telur heimsfræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky og rithöfundinn Naomi Wolf, segir að nú séu friðsamir mótmælendur, rithöfundar og háskólamenn í hættu á að verða settir í varðhald. Sjömenningarnir segja að lögin lami málfrelsi einstaklinga um allan heim, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Lögin heita "National Defense Authorization Bill (NDAA), en ganga undir nafninu „Homeland Battlefield Bill" og voru þau undirrituð af Barack Obama Bandaríkjaforseta í lok síðasta árs. Gagnýnendur laganna segja þau allt of óskýrt orðuð og því sé það opið fyrir túlkun hverjir teljist „stuðningsmenn hryðjuverka", eins og það er orðað. Í lögunum eru þekktir hryðjuverkahópar á borð við Al Kaída og Talíbana nefndir en einnig er talað um þá sem veiti þeim „töluverðan stuðning". Talsmenn Hvíta Hússins þvertaka fyrir að orðalagið gefi yfirvöldum færi á að handtaka hvern sem er. Chris Hedges, Pulitzer verðlaunahafi og fyrrverandi blaðamaður hjá New York Times, sem er í hópnum, sagði fyrir rétti í gær óttast að eiga á hættu að verða handtekinn á grundvelli laganna ef hann tæki viðtöl við íslamska öfgamenn, svo dæmi sé tekið. „Ég gæti lent í því að verða handtekinn af hernum, verða neitað um lögfræðiaðstoð og dúsað í fangelsi uns „átökunum lýkur" eins og það er orðað í frumvarpinu," segir Hedges. Metsöluhöfundurinn Naomi Wolf, einn þekktasti aktívisti heims í dag, las upp yfirlýsingu frá Birgittu Jónsdóttur fyrir réttinum í gær, en Birgitta segist ekki þora að ferðast til Bandaríkjanna, vegna tengsla hennar við WikiLeaks og fyrir þá staðreynd að háttsettir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafi kallað WikiLeaks hryðjuverkahóp. Þrátt fyrir að hafa fengið munnleg loforð þess efnis frá stjórnvöldum að hún sé ekki í hættu á að verða handtekin, segist Birgitta ekki vilja taka áhættuna. „Vegna þessara breytinga get ég ekki lengur ferðast til Bandaríkjanna af ótta við að verða handtekin fyrir að hafa veitt samtökum sem álitin eru tengjast hryðjuverkum, „töluverða aðstoð". Nú er tekist á um það fyrir dómi hvort sjömeningarnir hafi eitthvað til síns máls og ákveði dómari að málið sé tækt er möguleiki á því að krefjast lögbanns á frumvarpið.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira