Innlent

Útgefnum vegabréfum fjölgaði um 35% milli ára

Í febrúar s.l. voru gefin út 3.374 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 2.495 vegabréf í febrúar í fyrra. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 35,2 % milli ára.

Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. Á vefsíðu Þjóðsrkár er vakin er athygli á því að 23. maí 2006 styttist gildistími almennra vegabréfa úr 10 árum í 5 ár þegar að örgjörva var bætt í vegabréfið. Í maí í fyrra runnu fyrstu vegabréfin með örgjörva út og skýrir það að einhverju leyti aukna vegabréfaútgáfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×