Innlent

Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur í nótt

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gangamótum Búsaðavegar og Reykjanesbrautar laust fyrir klukkan eitt í nótt.

Kallað var á tækjabíl slökkviliðsins til að klippa flakið utan af einum mannanna. Engin þeirra mun þó vera alvarlega slasaður.

Tildrög slyssins eru enn óljós, en fíkniefni fundust fyrir utan annan bílinn á vettvangi og er ökumaður þess bíls grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Loka þrufti Bústaðavegi um tíma vegna rannsóknar og á meðan dráttarbílar voru að fjarlægja bílflökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×