Innlent

Þjóðaratkvæðagreiðslan blásin af á Alþingi

Ekkert verður af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, sem að efna átti til samhliða forsetakosningum þrítugasta júní.

Alþingi tókst ekki fyrir miðnætti að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en á miðnætti rann út frestur til að efna til atkvæðagreiðslu 30. júní, því lögum samkvæmt verður að samþykkja slíkt með þriggja mánaða fyrirvara.

Þungar ásakanir féllu á báða bóga í þingsal í gærkvöldi og mikið var um frammíköll.

Þingfundi var svo slitið um miðnættið þegar útséð var um að tillagan næði fram að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×