Innlent

Átján manns hefðu lifað umferðarslys af hefðu þeir notað beltin

Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Talið er að á árunum 2005 til 2010 hafi átján manns látið lífið í umferðinni á Íslandi sem rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að hefðu lifað slysin af, hefðu þeir notað bílbeltin. Þetta kemur meðal annars fram í athyglisverðu viðtali sem Reykjavík síðdegis tók við stjórnarmann FÍB, Ólaf Guðmundsson, sem segir umferðarslys stefna í að verða stærsti heilbrigðisvandi veraldar.

„Ef ekkert verður að gert verður þetta alvarlegasti vandinn fyrir árið 2020," sagði Ólafur. Nú vinna samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna að því að minnka umferðarslys um helming og ekki að ósekju, til að mynda deyja jafn margir Bandaríkjamenn í umferðarslysum á einu ári, og þeir sem létust í öllu Víetnam stríðinu.

Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Ólaf hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×