Innlent

Handrukkari hótaði bræðrum með keðjusög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi.
Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi.
Karlmaður á Akureyri situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa framið fjölmörg brot á Akureyri. Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsdúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í dag.

Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa ógnað bræðrum á Akureyri þann 10. desember síðastliðinn með keðjusög og hótað þeim ef skuld yrði ekki greidd. Nokkrum dögum áður hafði lögreglu verið tilkynnt um fjóra ,,handrukkara" og sakborningur var þar á meðal. Nokkrar húsleitir voru gerðar í tengslum við þetta og fundust fíkniefni og peningar.

Þá hefur maðurinn margoft haft í hótunum við starfsmenn fjölskyldudeildar Akureyrabæjar og barnaverndastarfsmanna. Til dæmis tilkynnti starfsmaður fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar í janúar síðastliðnum um að maðurinn hefði ruðst þar inn á kaffistofu, hitt starfsmann og hótað honum og fjölskyldu hans. Annar starfsmaður tilkynnti í sama mánuði að maðurinn hefði hótað henni símleiðis.

Auk fyrrgreindra brota er maðurinn grunaður um ítrekuð fíkniefnabrot.

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×