Innlent

Sakar ákæruvaldið um misbeitingu valds

Ólafur Ólafsson, einn af aðaleigendum Kaupþings, segir að verið sé að misbeita valdi með ákærum gegn sér í svokölluðu al-Thani máli. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Í málinu er Ólafur, ásamt þremur öðrum ákærður fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvikum þegar sheik al-Thani keypti 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir hrun. Talið er að hluturinn hafi verið keyptur með láni frá Kaupþingi án þess að nokkur veð kæmu á móti.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×