Innlent

Al-Thani yfirheyrður í London fyrir jól

Sjeik Al -Thani var yfirheyrðu af embætti sérstaks saksóknara í London þann 7. október síðastliðinn, samkvæmt heimildum fréttastofu. Er sá vitnisburður hluti af gögnum í sakamáli gegn Ólafi Ólafssyni, oft kenndur við Samskip, Magnúsi Guðmundssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni.

Allir hafa þeir lýst yfir sakleysi sínu. Þeir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik þegar 5% hlutur í Kaupþingi var seldur Al -Thani skömmu fyrir hrun með lánum frá bankanum sjálfum án þess að nokkur veð kæmu til og telur saksóknari að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða.

Gögn sakamálsins telja samtals yfir sjö þúsund blaðsíður.

Al-Thani nýtur friðhelgi sem diplómati enda meðlimur í konungsfjölskyldunni í Katar. Embætti sérstaks saksóknari vildi ekki tjá sig við fréttastofu í dag um hvort það sé ástæða þess að hann er ekki ákærður vegna aðildar sinnar að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×