Innlent

Fátt sem bendir til að atkvæði verði greidd fyrir miðnætti

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Fimm eru eftir á mælendaskrá Alþingis þegar þetta var skrifað en þar er núna tekist á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun með umræðum um störf þingsins, en síðan tók stjórnarskrármálið við.

Ekkert bendir til þess að umræðum ljúki fyrir miðnætti. gerist það ekki, verður ekki mögulegt að kjósa um drögin þann 30. júní næstkomandi.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið á miðvikudag og skilaði meirihlutinn nýju áliti þar sem spurningum sem leggja á fyrir þjóðina samhliða frumvarpsdrögunum var breytt.

Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því að kosið verði um drögin samhliða forsetakosningunum. Ef þingmenn nýta sér fullan ræðutíma þá gæti kosningum lokið í síðasta lagi um klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að það sé enginn möguleiki á því að þjóðin fái að kjósa um drögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×