Fleiri fréttir

Geðraskanir helsta orsök örorku

Geðraskanir eru helsta orsök örorku hjá Íslendingum að því er fram kemur á vef Tryggingastofnunar sem greint helstu orsök örorku eftir sjúkdómaflokkum.

Mælt með sprautu fyrir ferðalög til Tajikistan

Sóttvarnalæknir hvetur þá sem eru á leiðinni til Tajikistan að bólusetja sig áður en haldið er af stað. Á þessu ári hafa 187 einstaklingar greinst með lömunarveiki í Tajikistan en lömunarveiki hefur ekki greinst þar síðan 2002. Á þessu ára hafa 12 látist í landinu vegna lömunarveiki, þar af 10 börn. Talið er að veiran hafi borist til Tajikistan frá Indlandi þar sem lömunarveiki er landlæg. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknisembættisins.

Þrír óku undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í síðustu viku sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Smávegis af fíkniefnum fundust í fórum tveggja þeirra.

Hótaði fimm lögreglumönnum lífláti

Karlmaður sem hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti í ágúst 2008 hlaut í dag eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem er 26 ára gamall hótaði lögreglumönnunum í lögreglubifreið á leið frá veitingastað við Tryggvagötu í Reykjavík að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Íslendingur barinn til bana í Danmörku

Rúmlega fimmtugur Íslendingur lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn en hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum dögum áður. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Þar kemur fram að maðurinn hafi legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en hann hafi látist af sárum sínum eftir hádegi á föstudaginn.

Deila um arf til Barnaspítalans

Barnaspítalasjóður Hringsins hefur stefnt Landspítalanum vegna ágreinings um arf. Upphaf málsins má rekja til þess að kona ánafnaði Barnaspítalanum eignir. Þegar skipta átti upp búinu samkvæmt erfðarskrá hennar kom hins vegar upp ágreiningur um hvort Barnaspítalasjóður Hringsins sem er í umsjá mannúðarfélags Hringsins ætti ráðstafa eigninni eða hvort því ætti að vera ráðstafað af Landspítalanum.

Starfsmaður Dominos dæmdur sekur

Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Dominos Pizza í Reykjanesbæ var í dag fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu í apríl fyrir tveimur árum. Um er að ræða konu á þrítugsaldri sem sló eign sinni á söluhagnað upp á 161.709 krónur sem hún átti að fara með í banka.

Andrés aðstoðar Álfheiði

Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Hann mun leysa Lísu Kristjánsdóttur af, sem fer í fæðingarorlof – en hún á von á sínu þriðja barni á næstu vikum.

Vill alþjóðadómstól fyrir sjóræningja

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vill skerpa löggjöf gegn sjóránum og meðal annars skoða þann möguleika að leiða sjóræningja fyrir alþjóðadómstóll.

Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár.

Nauðlenti eftir árás farþega

Flugstjóri farþegaþotu Estonian Air ákvað að nauðlenda á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi í gær eftir að norskur farþegi réðist á áhöfnina.

Cameron ætlar að mynda minnihlutastjórn

Cameron ætlar að mynda minnihlutastjórn David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að ekki að mynda meirihlutastjórn eftir bresku þingkosningar og þess í stað freista þess að boða til nýrra kosninga síðar á árinu.

Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð.

Aukin sprengivirkni

Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn.

Obama heitir aðstoð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að olíuslysið á Mexíkóflóa sé af þeirri stærðargráðu að það sé án nokkurs fordæmis. Yfirvöld áætla að um 6 milljónir lítra af olíu hafi lekið úr borholunni síðan að borpallur breska olíurisans BP sprakk og sökk fyrir tæpum tveimur vikum.

Páfi skoðaði líkklæði Krists

Benedikt páfi sextándi heimsótti í gær ítölsku borgina Torínó og skoðaði líkklæðið frá Turin sem margir telja að sé líkklæði Krists. Líkklæðið hefur verið til sýnis undanfarnar þrjár vikur en tíu eru frá því almenningur gat síðast borið það augum. Páfi sagði að líkklæðið minnti með afgerandi hætti á þær þjáningar sem Jesús gekk í gegnum.

Flutt á slysadeild eftir mótorhjólaslys

Tvennt slasaðist í gærkvöldi þegar mótorhjól fór út af Biskupstungnabraut rétt eftir klukkan tíu. Ökumaður hjólsins missti stjórn á því sunnan við Geysi í Haukadal og lentu hann og farþegi hans utan vegar. Fólkið var flutt á slysadeild í Reykjavík en að sögn lögreglunnar á Selfossi voru meiðsli þeirra ekki alvarleg.

Flestir vilja Guðríði sem bæjarstjóra

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar síðar í mánuðinum. Rúmlega 45% vilja að Guðríður verði bæjarstjóri samkvæmt skoðanakönnunum sem unnin var fyrir Samfylkinguna.

Hótar hefndaraðgerðum

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir að þeir sem bera ábyrgð á því að eitt af herskipum landsins sprakk í tvennt og sökk í lok mars verði látnir gjalda fyrir það dýru verði. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn og fórust 46 sjóliðar. Útför þeirra fór fram í síðustu viku.

Aðvarar mótmælendur

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hvetur mótmælendur til að hætta aðgerðum sínum í Bangkok, höfuðborg landsins, annars geti farið illa fyrir þeim. Aðgerðir mótmælenda hafa staðið í meira en sex vikur í höfuðborginni en þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. Hann hafnaði nýverið sáttaboði þeirra sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp.

Guðlaugur Þór: Hefur ekki hugleitt afsögn

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki hugleitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta segir hann í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Kim Jong Il hugsanlega á leiðinni til Kína

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera á leiðinni í heimsókn til Kína á allra næstu dögum samkvæmt Suður-kóresku fréttastofunni, Yonhap. Ekki hefur fengist staðfest hvort leiðtoginn sé á leiðinni til Kína samkvæmt AP fréttastofunni.

Obama kominn til Lousiana vegna mengunarslyss

Barack Obama er kominn til Lousiana vegna eins stærsta mengunarslyss í sögu Bandaríkjanna. Olía lekur óheft upp úr borholu í Mexíkóflóa eftir að sprenging varð í olíuborpalli í síðustu viku með þeim afleiðingum að fjöldi starfsmanna létust.

Bíll og vélhjól lentu í árekstri

Bifreið og vélhjól lentu í árekstri í Suðurhlíð í Reykjavík en lögreglan fékk tilkynningu um slysið um hálf sjö í kvöld. Lögreglan og sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessari stundu.

Eldsupptök á Hellissandi talin vera helluborð

Talið er að það hafi kviknað í út frá helluborði í húsi á Hellissandi í nótt. Þrjú systkini voru á heimilinu þegar eldurinn kom upp rétt fyrir klukka þrjú í nótt.

Félag íslenskra bókaútgefenda óttast ólæsi

Félag íslenskra bókaútgefenda úthlutaði í dag fyrstu styrkjunum úr nýstofnuðum Skólasafnasjóði til bókasafna grunnskólanna samkvæmt tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Sprengja aftengd á Times torgi

Stórtjóni og mannfalli var forðað í miðborg New york í gærkvöldi þegar sprengjusérfræðingum tókst að aftengja sprengju sem fannst í bíl á Time Square.

20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar

Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi.

Reykskynjari bjargaði lífi þriggja á Hellissandi

Þrír íbúar komust með naumindum út úr brennandi húsi á Hellissandi í nótt en það var reykskynjari á heimilinu sem vakti þau í tæka tíð. Eldurinn kom upp um þrjú leytið í nótt.

Olíuflekkur ógnar lífríki á gríðarlega stóru svæði

Gríðarlega stór olíuflekkur nálgast austurströnd Bandaríkjanna allt frá Louisiana til Flórída og ógnar fiskimiðum, fjölbreyttu dýralífi við ströndina og stórum fenjasvæðum sem eru mikilvæg fyrir margar plöntur og fugla.

Virkni gossins svipað og síðustu daga

Ekkert bendir til gosloka. Virkni gossins er svipuð og síðustu átta daga. Hraun heldur áfram að skríða til norðurs og gígur hleðst upp í nyrðsta ískatlinum.

Stal tertuhnífi og greiðslukortum

Ungur síbrotamaður var handtekinn í Reykjanesbæ í gær en hann braust bæði inn í bíla og húsnæði. Pilturinn, sem er um tvítugt, virðist hafa stolið öllu sem á vegi hans varð en lögreglan lagði meðal annars hald á tertuhníf sem hann hafði tekið af einu heimilinu og geymdi í poka.

Þreyttur brandari stöðvaði millilandaflug

Flugvél sem var á leiðinni til Kína frá Taipei í Taívan lenti í Hangzhou, sem er í Austur-Kína, vegna þess að karlmaður um borð í flugvélinni sagðist vera með sprengju.

Engar sjúkraflugvélar í Vestmannaeyjum óviðunandi ástand

„Þetta er algjörlega óviðunandi ástand,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, en Landhelgisgæslan þurfti að senda þyrlu á eftir veikum manni í eyjum í nótt. Ástæðan var sú að báðar sjúkraflutningavélarnar sem eru staddar í Vestmannaeyjum eru óstarfhæfar yfir helgina.

Indversk ráðgáta: Segist hafa fastað alla sína ævi

Indverjinn Prahlad Jani fullyrðir að hann hafi lifað í um sjötíu ár án þess að borða eða drekka. Vísindamenn eru furðu lostnir en Jani er haldið í einangrun á spítala í indversku borginni Ahmedabad.

Dökkur gosmökkur yfir Eyjafjallajökli

Eldgosið í Eyjafjallaljökli er enn í fullum gangi og liggur gosmökkurinn nú til suðausturs. Hann er nokkuð dökkur og sést vel á gervitunglamyndum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Líkur eru á að flug gæti farið úr skorðum snúist vindátt.

Sjá næstu 50 fréttir