Innlent

Geðraskanir helsta orsök örorku

Í fyrra voru 15 þúsund einstaklingar með gilt örorkumat hjá Tryggingastofnun, það er að segja með meira en 75 prósent örorku.
Í fyrra voru 15 þúsund einstaklingar með gilt örorkumat hjá Tryggingastofnun, það er að segja með meira en 75 prósent örorku.

Geðraskanir eru helsta orsök örorku hjá Íslendingum að því er fram kemur á vef Tryggingastofnunar sem greint helstu orsök örorku eftir sjúkdómaflokkum.

Í fyrra voru 15 þúsund einstaklingar með gilt örorkumat hjá Tryggingastofnun, það er að segja með meira en 75 prósent örorku. Geðraskanir eru metnar sem fyrsta orsök örorku hjá 37 prósentum örorkuþega en stoðkerfissjúkdómar fylgja á eftir í öðru sæti en slíkir sjúkdómar eru helsta orsök hjá 27,8 prósentum öryrkja.

Fleiri konur en karlar eru með örorkumat en af þessum 15 þúsund einstaklingum eru 9 þúsund konur og 6 þúsund karlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×