Fleiri fréttir

Styður upptöku eigna auðmanna

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir eignaupptöku á eignum auðmanna ekki vafamál í huga félaga stéttafélagsins í ræðu sinni á Austurvelli sem hún hélt þriðja tímanum í dag. Hún segir ennfremur að það sé nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að búa slíkri eignaupptöku, sem hluta af sáttargjörð í samfélaginu, viðeigandi lagagrundvöll.

Enn haldið sofandi á gjörgæslu

Líðan stúlku sem lenti í umferðaslysi í Reykjanesbæ síðustu helgi er óbreytt. Tvær aðrar stúlkur sem voru með henni í bílnum eru látnar en bifreiðin valt á hringtorgi fyrir viku síðan. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður þegar hann ók bílnum.

EXPO skálinn opnaður formlega í dag

Íslenski skálinn á heimsýningunni EXPO 2010 í Shanghai opnaður formlega í dag en biðraðir hafa myndast fyrir utan skálann í þau fjögur skipti sem hann hefur verið opnaður óformlega. Alls hafa 22 þúsund gestir lagt leið sína í skálann.

Beittu táragasi gegn mótmælendum

Gríska óeirðalögreglan beitti táragasi á ungmenni í Aþenu í Grikklandi í morgun þegar fyrsta maí gangan þar fór framhjá fjármálaráðuneyti landsins. Þúsundir manna streymdu út á götur Aþenu í morgun og ástandið er sagt viðsjárvert.

Fréttateymi frá 60 Mínútum á Íslandi

Teymi frá fréttaskýringaþættinum heimsfræga, 60 mínútum er statt hér á landi. Fréttamaðurinn heimsfrægi, Scott Pelley, er með teyminu sem er að gera þátt um gosið í Eyjafjallajökli og hefur verið statt hér á landi síðan um miðja síðustu viku.

Eldgosið hafði áhrif á 43 milljónir Bandaríkjamanna

Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði með einum eða öðrum hætti áhrif á líf 14 prósent Bandaríkjamanna, eða 43 milljónir manna, samkvæmt nýrri könnun Gallup og má finna á heimasíðu Capacent gallup.

Eldgosið í Eyjafjallajökli reiði guðs

Nokkuð framboð er af trúarlegum útskýringum á eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þannig greinir rússneska fréttastofan Interfax frá því að Samband sérfræðinga í rétttrúnaðarkirkjunni segi að gosið og askan sem eldfjallið spúði yfir Evrópu sé vegna reiði guðs yfir réttindum samkynhneigðra í Evrópu og umburðarlyndis Íslendinga gagnvart heiðinni trú.

Verkalýðsdeginum fagnað

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, fyrsti maí, er í dag og verður hans minnst með kröfugöngum víða um land í dag.

Flestir vilja Hönnu Birnu

Flestir vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir núverandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gegni borgarstjóraembættinu að loknum kosningum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö.

Dópaður ökumaður á Akranesi

Ökumaður var stöðvaður á Akranesi í nótt grunaður um fíkniefnaakstur. Maðurinn að auki vera með lítilræði af kannabisefnum á sér.

Yfir tíu þúsund í kröfugöngu

Þúsundir manna gengu fylktu liði niður Laugaveginn í kröfugöngu klukkan hálf tvö í dag. Gengið var niður á Austurvöll þar sem formenn stéttarfélaganna héldu ræðu.

Breyttur útivistartími

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag, 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til miðnættis.

Þrátefli aðgerðarleysis varð Íslandi dýrkeypt

Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út.

Viðbrögð prestastefnu komu ekki á óvart

„Viðbrögðin koma ekki á óvart," sagði Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, á Alþingi í gær um afgreiðslu Prestastefnu á frumvarpi til hjúskaparlaga. Prestastefna vísaði frumvarpinu til frekari umræðu biskups og kenningarnefndar kirkjunnar eftir harðar deilur.

Urgur í sjóðsfélögum vegna áhrifaleysis

„Við teljum að það sé traustur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána.

Traustur lagagrunnur fyrir afskriftum lána

„Við teljum að það sé traustur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána.

Saksóknari ætti að sjá um skattrannsóknir

Algerlega fráleitt er að hafa saksókn efnahagsbrota á Íslandi á jafnmörgum höndum og raun ber vitni. Þetta sagði Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, í málstofu um efnahagsbrot á Lagadeginum 2010 sem fram fór í gær.

Cameron kominn með nauma forystu

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins (SE) að Síminn hafi brotið samkeppnislög gagnvart fjarskipta­fyrirtækinu TSC. Hins vegar lækkar áfrýjunarnefndin sektina sem Samkeppniseftirlitið gerði Símanum upphaflega að greiða úr 150 milljónum í 50 milljónir.

Brot staðfest en sekt lækkuð

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins (SE) að Síminn hafi brotið samkeppnislög gagnvart fjarskipta­fyrirtækinu TSC. Hins vegar lækkar áfrýjunarnefndin sektina sem Samkeppniseftirlitið gerði Símanum upphaflega að greiða úr 150 milljónum í 50 milljónir.

Aðalskipulag verði tekið upp að nýju

Landsvirkjun mun óska eftir því bréflega að breytingar á aðalskipulagi verði teknar upp að nýju af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þetta var niðurstaða óformlegs vinnufundar sem verkefnisstjóri Landsvirkjunar átti með fulltrúum hreppsins á miðvikudag, að sögn Rögnu Söru Jónsdóttur, fjölmiðlafulltrúi Landsvirkjunar.

Grunaður um að hafa ætlað að myrða Chavez

Yfirvöld í Venesúela hafa handtekið 29 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa ætlað að ráða forseta landsins Hugo Chavez af dögum. Maðurinn var handtekinn í vesturhluta landsins nálægt landamærum Kólombíu og á hann að hafa sent SMS skilaboð þar sem tilræðinu er lýst.

Öðrum olíuborpalli hvolfdi á Mexíkóflóa

Óttast er að hinn risastóri olíuflekkur í Mexíkóflóa eigi eftir að stækka enn frekar eftir að olíuborpalli hvolfdi á svæðinu í dag. Pallinum hvolfdi undan strönd Louisiana en í síðustu viku kom upp eldur á öðrum palli á sama svæði sem varð til þess að nú stefnir í meiriháttar umhverfisslys í flóanum. Ellefu manns létust þegar sá pallur brann en í þetta skiptið slasaðist enginn. Óhappið mun hinsvegar gera mönnum erfiðara fyrir að hemja olíumengunina því nú þarf að einbeita sér að tveimur vígstöðvum.

Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 20 prósent

Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum en hagstofa Evrópusambandsin, Eurostat, birti í dag nýjar atvinnuleysistölur fyrir álfuna. 20 prósent Spánverja eru nú atvinnulausir eða 4,6 milljónir manna. Aðeins í Lettlandi er staðan verri en á síðasta ársfjórðungi var mældist atvinnuleysið á Spáni 19 prósent.

Sindri kominn í leitirnar

Sindri Þór Ragnarsson, drengurinn sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í kvöld er kominn fram heill á húfi. Lögreglan þakkar veittar ábendingar sem bárust eftir að lýst var eftir drengnum.

Öskuframleiðslan aðeins brot af því sem hún var

Kvikustreymi og gosmökkur á Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins en engin merki sjást um að gosi sé að ljúka.

Lýst eftir 13 ára dreng

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Sindra Þ. Ragnarssyni. Sindri fór af heimili sínu um hádegisbilið í dag og vitað er að hann hafi farið til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu er Sindri á 14. aldursári, um 173 cm á hæð, með skollitað hár með mikið af ljósum strípum og grannvaxinn.

Bresku dagblöðin skipta um flokka

Tvö af stærstu dagblöðum Bretlands hafa nú lýst yfir stuðningi við stjórnmálaflokka fyrir komandi kosningar í landinu 6. maí næstkomandi. Þar í landi tíðkast það að blöðin veðji á ákveðinn hest og í dag lýsti The Guardian yfir stuðningi við Frjálslynda demókrata.

Jón Sigurðsson: Ég hef engin lög brotið

Skattrannsóknarstjóri krafðist í gær kyrrsetningar á eignum Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Stoða um leið og gerð var krafa um kyrrsetningu á eignum félagsins. Í yfirlýsingu frá Jóni segir að rök skattrannsóknarstjóra hafi verið þau að nauðsynlegt hafi verið að kyrrsetja eignir hans til tryggingar fyrir hugsanlegri fésekt vegna meintrar refsiverðrar háttsemi hans í tengslum við skil Stoða á virðisaukaskatti.

Breiðavíkurnefnd: Kannað hvort rannsaka þurfi fleiri heimili

Fjöldi ungs fólks, sem segir að brotið hafi verið á sér á opinberum meðferðar- og vistheimilum, hefur leitað til Breiðavíkurnefndarinnar. Formaður hennar segir nefndina ekki rannsaka heimili sem starfrækt voru eftir árið 1992. Kannað verði hvort tilefni sé til að rannsaka nýrri heimili í ljósi þessara frásagna.

Bílalánafrumvarp lagt fram á næstu dögum

Höfuðstóll bílalána í erlendri mynt gæti lækkað um tuttugu til þrjátíu og fimm prósent nái frumvarp félagsmálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun, fram að ganga. Ráðherra útilokar ekki að frumvarpið verði dregið til baka ef samningar takast við fjármögnunarfyrirtækin.

Flóttamaður fær ekki búsetuleyfi

Útlendingastofnun hefur synjað flóttakonu á þrítugsaldri um búsetuleyfi en hún kom hingað til lands í boði íslenskra stjórnvalda frá Kólumbíu fyrir fimm árum. Stofnunin telur að konan geti ekki framfleytt sér á námsstyrk til að klára stúdentspróf sem hún þáði frá félagsþjónustunni.

Besti flokkurinn bætir gríðarlega við sig í fylgi

Besti flokkurinn fékk 12,7 prósent í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins í mars en mælist nú með 23,4 prósent og fengi fjóra af fimmtán borgarfulltrúum. Hann mælist með meira fylgi en Samfylkingin og er næst stærsti flokkurinn í borginni.

Varðskip aðstoðar portúgalskan togara

Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að togarinn hafi verið við úthafskarfaveiðar og fékk hann veiðarfærin í skrúfuna í morgun. Var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans.

Komin niður úr krananum heil á húfi

Sex ára stelpan sem klifraði upp í krana í vallahverfinu í Hafnarfirði er nú komin niður með aðstoð slökkiliðsmanns. Hún mun hafa verið í hjólatúr í hverfinu og fékk þá hugdettu að virða fyrir sér útsýnið úrk krananum. Hún komst alla leið upp að stýrishúsi kranans og var því komin í um það bil 25 metra hæð. Þá hætti henni að lítast á blikuna og þorði ekki niður aftur.

Sex ára stelpa í sjálfheldu í krana í Hafnarfirði

Sex árs stelpa klifraði upp í byggingakrana á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði fyrir stundu. Hún komst ekki niður af sjálfsdáðum og var þá kallað á lögreglu og slökkvulið. Slökkviliðið sendi körfubíl á staðinn og fór einn slökkviliðsmaður upp í kranann búinn klifurbúnaði og er aðgerðin enn í gangi.

Meintir kókaínsmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Fimm manns, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau eru grunuð um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni. Um er að ræða rúmlega 3 kg af mjög hreinu kókaíni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Íslenskir karlmenn lifa lengst

Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karla í heiminum og konur frá Kýpur lifa lengst kynsystra sinna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu The Lancet í dag.

Lögreglunni bar skylda til að sinna kalli frá dómnum

„Við erum kallaðir þarna til af dómara eftir að tilraunir dómara og þingvarða til þess að fá fólk, sem að var ofaukið i réttarsalnum, úr salnum báru ekki árangur og við sinnum einfaldlega því kalli,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Hér er Unnur Birna

Heimssýningin í Shanghai í Kína verður opnuð á morgun með hátíð sem sögð er verða ekki síðri en opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking árið 2008.

Leikfélag Sólheima sýnir verk um ævi Sesselju

Leikfélag Sólheima sýna um þessar mundir leikritið „Þar sem sólin á heima“ eftir Eddu Björgvinsdóttur. Leikritið var frumsýnt á sumardaginn fyrsta og verður sýnt á Sólheimum um helgina. Hátíðarsýning verður svo í Þjóðleikhúsinu næstkomandi miðvikudag klukkan átta. Leikritið er um ævi Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, og er stiklað á stóru í lífshlaupi hennar.

Sjá næstu 50 fréttir