Fleiri fréttir

Sérfræðingar ræða við íbúa um eldgosið

Þjónustumiðstöðin í Heimalandi er opin alla daga kl.11:00-15:00 fyrir þá sem búa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls. Þar hafa sérfræðingar komið og miðlað upplýsingum til heimamanna og alla þessa viku eru hádegisfundir í Heimalandi frá 12:00 - 13:30.

Kynnisferðir hafa keypt allt hlutafé í SBK ehf.

Kynnisferðir hafa keypt allt hlutafé í SBK sem er elsta starfandi hópferðafyrirtæki landsins, stofnað 1930. Hjá fyrirtækinu starfa 15-18 starfsmenn og meginstarfsemin felst í rekstri strætisvagna í Reykjanesbæ, áætlunarferða milli Reykjavíkur og Suðurnesja, skólaakstri og hópferðum, ásamt samningsbundnum verkefnum.

Engin lognmolla í kringum Eið Smára - myndir

Það hefur engin lognmolla ríkt um Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann á undanförnum misserum. Að öðrum ólöstuðum má segja að fáir, ef nokkur íslenskur knattspyrnumaður, hafi átt glæstari knattspyrnuferil en Eiður. Það eru hins vegar frásagnir af persónulegum málum hans sem hafa ekki síður vakið athygli.

Þingmaður í framboði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur þátt í sameiginlegu framboði allra stjórnmálaafla í Garðinum fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Oddný er fyrrverandi bæjarstjóri í Garðinum og sat áfram sem bæjarfulltrúi eftir að hún tók sæti á Alþingi. Oddný segist ekki telja að störf sín fyrir sveitastjórnina í Garði hafi áhrif á þingstörf sín.

Dómsmál gegn Svandísi þingfest í dag

Dómsmál sem Flóahreppur höfðar gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Flóahreppur krefst þess að ákvörðun ráðherra, um að hafna skipulagi Urriðafossvirkjunar, verði dæmd ógild, og óskar jafnframt eftir flýtimeðferð.

Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn óvenjumikill í dag

Óvenju mikinn og dökkan öskumökk leggur nú upp frá toppgíg Eyjafjallajökuls. Mökkinn leggur til austurs og suðausturs yfir Mýrdalsjökul og telur Veðurstofan að búast megi við því að Eyjafjallajökull eigi eftir að valda öskufalli í sveitum þar fyrir austan, bæði í Álftaveri og Meðalllandi.

Fréttin um Eið Smára fjarlægð af vef Daily Star

Fréttin um Eið Smára Gudjohnsen í breska blaðinu Daily Star hefur verið fjarlægð af heimasíðu blaðsins. Í fréttinni var Eiður ásakaður um að hafa heilsað með nasistakveðju á dögunum. Fréttin hefur vakið gríðarmikla athygli en Eiður Smári hefur í yfirlýsingu þvertekið fyrir að hafa verið að líkja eftir nasistakveðjunni.

Þjófar á ferð í Kópavogi

Tilkynnt var um innbrot í gám sem stóð í Bæjarlind í Kópavogi í morgun. Að sögn lögreglu er óljóst hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu.

Bílstjóri seðlabankastjóra fór fýluferð norður í land

Bílstjóri Más Guðmundssonar seðlabankastjóra fór fýluferð norður á Akureyri þegar hann hugðist sækja bankastjórann ásamt tveimur starfsmönnum bankans í lok apríl. Allt útlit var fyrir að seðlabankamennirnir myndu lenda á Akureyri, en á endanum lentu þeir í Keflavík.

Eiður vísar ásökunum um nasisma á bug

„Ég hef lesið, mér til mikilla hörmunga, grein í Daily Star í dag, þar sem ég er sakaður um að heilsa með nasistakveðju,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Tottenham, í yfirlýsingu sem hann sendi dagblaðinu Daily Star, í morgun. „Á myndinni sést ég benda með einum fingri en með annan fingur á vörinni. Þetta er ekki og var ekki nasistakveðja,“ segir Eiður.

Tapaði í rússneskri rúllettu

Tuttugu og níu ára gamall norskur maður lét lífið þegar hann spilaði rússneska rúllettu með tveimur vinum sínum.

Eiður Smári sakaður um nasisma

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er sakaður um að heilsa með nasistakveðju á forsíðu bresks dagblaðsins Daily Star í dag.

Askan stoppar flug á Írlandi og norðanverðu Skotlandi

Aska frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur valdið því að allir flugvellir á Írlandi og Norður Írlandi eru lokaðir nú í morgunsárið. Flugbannið nær einnig yfir norðurhluta Skotlands, einkum Hebrides eyjar.

Handtóku innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann sem braust inn í íbúð í Neðra-Breiðholti. Kona sem var í íbúðinni varð innbrotsþjófarins vör og gerði lögreglu viðvart um manninn.

Arnold Schwarzenegger styður ekki hugmyndir um olíuboranir

Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kalíforníu, er hættur stuðningi við áform um frekari olíuboranir við strendur Kalíforníu. Hann segir að olíuslysið í Mexíkóflóa hafi breytt viðhorfi hans til olíuborana í Kyrrahafi.

Handtók mann vegna misheppnaðs sprengjutilræðis

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa staðið að baki misheppnuðu sprengjutilræði í New York borg á laugardaginn. Maðurinn er af pakistanskum uppruna. Hann var handtekinn á Kennedy flugvelli í New York þegar að hann var á leið í flug til Dubai.

Alvarleg líkamsárás í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tvo karlmenn sem grunaðir eru um líkamsárás fyrir framan heimahús í Reykjanesbæ í um kvöldið. Mennirnir gistu fangageymslur og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum þegar líður á daginn. Lögreglan verst annars allra frekari fregna af málinu að öðru leyti en því að hún lítur það mjög alvarlegum augum.

Sitja áfram þrátt fyrir ályktun um vantraust

Stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verkfræðinga ætla ekki að verða við áskorun aðalfundar sjóðsins sem lýsti vantrausti á sex af sjö stjórnarmönnum og skoraði á þá að segja af sér.

Engar sannanir komið fram

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Bandaríkin ekki hafa fært neinar sönnur á ásakanir um að Íranir hafi í hyggju að koma sér upp kjarnorku­vopnum.

Enginn samningur á árinu

Yvo de Boer, fráfarandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enga von til þess að nýr alþjóðasamningur um loftslagsmál verði að veruleika á þessu ári.

Fjörutíu óvinir fréttafrelsis

Alþjóðlegu samtökin Fréttamenn án landamæra hafa sett Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og Hu Jintao Kínaforseta á lista sinn yfir helstu óvini fjölmiðlafrelsis.

Mun skoða handtökurnar í dómsal

Uppákoman í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi, þar sem tveir voru handteknir í dómsal eftir að hafa neitað að yfirgefa hann að kröfu dómara, verður skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindamálaráðherra.

BP greiðir kostnað við hreinsun

Tony Hayward, framkvæmdastjóri olíufélagsins BP, segir að fyrirtækið muni greiða kostnaðinn við að hreinsa upp olíu frá olíuborpallinum Deepwater Horizon, sem sökk í Mexíkóflóa.

Mávar átu skarfahræ ætluð örnum í Flóa

Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gagnýnir uppbyggingu í fuglafriðlandi við Ölfusá og að sett skuli hafa verið út hræ af skörfum til að fóðra erni.

Árásarmaður dæmdur sekur

Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn af tíu sem lifði af, var í gær dæmdur sekur um aðild að hryðjuverkaárásum á Mumbaí á Indlandi árið 2008.

Yfirlýsingu talibana ekki trúað

Lögreglan í Bandaríkjunum leggur engan sérstakan trúnað á yfirlýsingu frá pakistanskri talibanahreyfingu, sem sagðist bera ábyrgð á sprengjuárás á Times-torgi í New York.

Leggur til kosningar í haust

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, hefur komið með sáttatilboð til mótmælenda og leggur til að þingkosningar verði haldnar 14. nóvember fallist mótmælendur á tilboðið.

Atkvæðaveiðar í hámarki

Flokksleiðtogarnir David Cameron, Nick Clegg og Gordon Brown þeyttust um Bretland í gær til að afla flokkum sínum atkvæða. Þingkosningar verða á fimmtudag.

Eðlilegra væri að fá að kjósa um virkjun

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur skuldbundið hreppinn til að greiða vel á þriðja hundrað milljóna króna fyrir vatnsveitu verði Urriðafossvirkjun ekki sett á aðalskipulag hreppsins.

Ný skýrsla: Auðvelt að vera móðir á Íslandi

Noregur er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla - Save the Children „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu, en Ísland færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári. Afganistan er í neðsta sæti.

Átökin í Gígjökli - myndir

Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt.

Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli

Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.

Um 40 fyrirtæki stofnuð í tengslum við Hugmyndahús

Hugmyndahús háskólanna fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og tók af því tilefni nýjan vef í notkun í dag við hátíðlega athöfn í Grandagarði 2 í Reykjavík. Á því eina ári sem Hugmyndahúsið hefur starfað hafa um 40 fyrirtæki verið stofnuð í tengslum við það og tugir starfa hafa orðið til.

Hyggjast skapa 100 ný störf í Grindavík

Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifuðu í dag undir samstarfssamning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík.

Skrifað undir samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu í dag samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Völlunum í Hafnarfirði. Áætlað er að heimilið verði tilbúið til notkunar haustið 2012.

Fengu snert af gaseitrun úr Gígjökulslóni

Tveir starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru að lóninu í Gígjökli í dag til þess að taka sýni þaðan. Fengu þau snert af gaseitrun þegar að þau voru að verki.

Haíti: Hjálparstarfið hefur safnað 21 milljón

12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haíti en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí en landið fór illa út úr jarðskjálftanum í lok janúar.

Lögreglan hvetur ökumenn til að taka nagladekkin undan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Minnt er á að neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna en ekkert slíkt á við á höfuðborgarsvæðinu.

Forsætisráðherra: Gengur ekki að hækka launin

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hún hafi engin loforð eða fyrirheit gefið um væntanleg launakjör Seðlabankastjóra, enda slíkt ekki á færi forsætisráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir