Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli 3. maí 2010 18:58 Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.Það var aðeins í skamma stund í hádeginu sem birti til yfir Eyjafjallajökli og sást til öskubólstra en gosstöðvarnar hafa annars verið huldar skýjum í dag. Mökkin lagði til suðausturs yfir Vík og bárust fregnir af öskufalli alla leið austur úr Álftaveri. Mesta spennan hefur verið við Gígjökul í norðuhlíðum eldfjallsins en þangað stefnir hraunið frá gígnum, og ekkert smáræði sem upp kemur, eða um 50 tonn á sekúndu.Hraunið er þegar komið þrjá kílómetra frá gígnum og er nú í efstu drögum skriðjökulsins. Það er nú í um 500 metra hæð en snarbratt er niður jökulinn þannig að það gæti tekið skamman tíma fyrir það að falla alla leið niður á láglendið.Þarna krystallast átök elds og íss. Glóandi hrauneðjan bræðir sér leið undir ísinn og sjóðheitt bræðsluvatnið steypist niður í flóðbylgjum um hrikaleg ísgljúfur og göng, eða á yfirborði í mögnuðum aurfossum og kolmórauðum. Í nótt og í morgun var flóðvatnið þarna orðið svo heitt að vatnshiti við gömlu Markarfljótsbrúna 15 kílómetrum neðar rauk upp í 17 gráður. Eftir hádegi féll vatnshitinn svo aftur niður undir frostmark en þá var bræðsluvatnið blandað íshröngli.Þarna eru mikil átök náttúrunnar í gangi, stóreflis jakar velta niður og lengst niður á Markarfljótsaurum mátti sjá jakabjörg eftir nóttina. Þarna hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur sólarhringum, eins og Þorsteinn Jónsson á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lýsti í viðtali við Stöð 2.En þótt sjónarspil náttúrunnar sé magnað leynast þarna hættur eins og vísindamennirnir reyndu þegar þeir tóku sýni af flóðvatninu við Gígjökul, en urðu þá fyrir eituráhrifum af brennisteinsgufum. Þannig var næstum liðið yfir Eydísi Salome Eiríksdóttur jarðfræðing en hún lýsti reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.Það var aðeins í skamma stund í hádeginu sem birti til yfir Eyjafjallajökli og sást til öskubólstra en gosstöðvarnar hafa annars verið huldar skýjum í dag. Mökkin lagði til suðausturs yfir Vík og bárust fregnir af öskufalli alla leið austur úr Álftaveri. Mesta spennan hefur verið við Gígjökul í norðuhlíðum eldfjallsins en þangað stefnir hraunið frá gígnum, og ekkert smáræði sem upp kemur, eða um 50 tonn á sekúndu.Hraunið er þegar komið þrjá kílómetra frá gígnum og er nú í efstu drögum skriðjökulsins. Það er nú í um 500 metra hæð en snarbratt er niður jökulinn þannig að það gæti tekið skamman tíma fyrir það að falla alla leið niður á láglendið.Þarna krystallast átök elds og íss. Glóandi hrauneðjan bræðir sér leið undir ísinn og sjóðheitt bræðsluvatnið steypist niður í flóðbylgjum um hrikaleg ísgljúfur og göng, eða á yfirborði í mögnuðum aurfossum og kolmórauðum. Í nótt og í morgun var flóðvatnið þarna orðið svo heitt að vatnshiti við gömlu Markarfljótsbrúna 15 kílómetrum neðar rauk upp í 17 gráður. Eftir hádegi féll vatnshitinn svo aftur niður undir frostmark en þá var bræðsluvatnið blandað íshröngli.Þarna eru mikil átök náttúrunnar í gangi, stóreflis jakar velta niður og lengst niður á Markarfljótsaurum mátti sjá jakabjörg eftir nóttina. Þarna hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur sólarhringum, eins og Þorsteinn Jónsson á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lýsti í viðtali við Stöð 2.En þótt sjónarspil náttúrunnar sé magnað leynast þarna hættur eins og vísindamennirnir reyndu þegar þeir tóku sýni af flóðvatninu við Gígjökul, en urðu þá fyrir eituráhrifum af brennisteinsgufum. Þannig var næstum liðið yfir Eydísi Salome Eiríksdóttur jarðfræðing en hún lýsti reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira