Innlent

Kynnisferðir hafa keypt allt hlutafé í SBK ehf.

Kynnisferðir ehf. er meðal stærstu rútufyrirtækja landsins með á milli 100 - 220 starfsmenn eftir árstíðum. Fyrirtækið rekur Flugrútuna, dagsferðir fyrir ferðamenn, samningsbundin verkefni og hópferðir.
Kynnisferðir ehf. er meðal stærstu rútufyrirtækja landsins með á milli 100 - 220 starfsmenn eftir árstíðum. Fyrirtækið rekur Flugrútuna, dagsferðir fyrir ferðamenn, samningsbundin verkefni og hópferðir.

Kynnisferðir hafa keypt allt hlutafé í SBK sem er elsta starfandi hópferðafyrirtæki landsins, stofnað 1930. Hjá fyrirtækinu starfa 15-18 starfsmenn og meginstarfsemin felst í rekstri strætisvagna í Reykjanesbæ, áætlunarferða milli Reykjavíkur og Suðurnesja, skólaakstri og hópferðum, ásamt samningsbundnum verkefnum.

Í tilkynningu segir að SBK verður rekið áfram í óbreyttri mynd, sem sérfélag. Engar stórbreytingar verða gerðar á rekstrinum og fyrirtækið mun áfram einbeita sér að vinnu á Suðurnesjum og kappkosta að veita áfram góða þjónustu og gott verð.

Kynnisferðir ehf. er meðal stærstu rútufyrirtækja landsins með á milli 100 - 220 starfsmenn eftir árstíðum. Fyrirtækið rekur Flugrútuna, dagsferðir fyrir ferðamenn, samningsbundin verkefni og hópferðir. Ársvelta fyrirtækisins er u.þ.b. 2 milljarðar.

SBK og Kynnisferðir vonast til að eiga áfram sem hingað til gott samstarf við heimamenn, fyrirtæki og sveitarstjórnir við uppbyggingu samgöngu- og ferðamála á Suðurnesjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×