Innlent

Bílstjóri seðlabankastjóra fór fýluferð norður í land

Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat lent í Keflavík eftir allt saman.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat lent í Keflavík eftir allt saman.

Bílstjóri Más Guðmundssonar seðlabankastjóra fór fýluferð norður á Akureyri þegar hann hugðist sækja bankastjórann ásamt tveimur starfsmönnum bankans í lok apríl. Allt útlit var fyrir að seðlabankamennirnir myndu lenda á Akureyri, en á endanum lentu þeir í Keflavík.

Þetta fékkst staðfest hjá Seðlabankanum nú í morgun en Már fór ásamt tveimur starfsmönnum bankans á vofrund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York dagana 23. til 26.aprí síðastliðinn.

í tengslum við vorfundinn var haldin sameiginleg ráðstefna Alþjóðagreiðslubankans og AGS um mótun framtíðarskipan regluverks og eftirlits á fjármálamarkaði og samspil peningastefnu og fjármálastöðugleika, þar sem Már hélt meðal annars erindi.

Í sömu ferð átti hann fundi bæði í Washington og New York, með fjámálastofnunum, matsfyrirtækjum og stjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Einnig átti seðlabankastjóri fund með Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla.

Líkt og alþjóð veit voru flugsamgöngur í ólagi á þessum tíma og var áformað að Már og föruneyti hans myndu lenda á Akureyrarflugvelli.

Bílstjórinn keyrði því rakleiðis norður í land þar sem hann hugðist sækja seðlabankamennina, en vindátt breyttist á síðustu stundu þannig að vélin gat lent í Keflavík.

Því má segja að bílstjórinn hafi farið fýluferð norður í land.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×