Innlent

Lögreglan hvetur ökumenn til að taka nagladekkin undan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Minnt er á að neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna en ekkert slíkt á við á höfuðborgarsvæðinu.

Nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk, og raunar sömuleiðis fyrir hvern óhæfan hjólbarða eins og það er orðað í reglugerð um sektir vegna brota á umferðarlögum, og því betra að taka þau undan hið snarasta, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þeir sem ekki bregðast við eiga sekt yfir höfði sér því lögreglan mun fylgja málinu eftir. Hún vonar þó að ökumenn kippi þessu strax í lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×