Innlent

Engin lognmolla í kringum Eið Smára - myndir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur engin lognmolla ríkt um Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann á undanförnum misserum. Að öðrum ólöstuðum má segja að fáir, ef nokkur íslenskur knattspyrnumaður, hafi átt glæstari knattspyrnuferil en Eiður. Það eru hins vegar frásagnir af persónulegum málum hans sem hafa ekki síður vakið athygli.

Nýjasta dæmið er frásögn Daily Star af meintri nasistakveðju Eiðs Smára. Blaðið hefur reyndar fjarlægt fréttina af vef sínum af ótta við málaferli. Þá hafa breskir fjölmiðlar sagt fréttir af meintu framhjáhaldi hans. Eiður stefndi jafnframt DV fyrir fréttir af hundruð milljóna króna tapi á fjárfestingum sem blaðið sagði að Glitnir hafi meðal annars fjármagnað viðskiptin.

Hér að neðan má sjá feril Eið Smára Guðjohnsen í máli og myndum.





Eiður var ungur þegar að hann byrjaði að æfa knattspyrnu.
Eiður var valinn íþróttamaður ársins 2005.
Eiður Smári tók þátt í vináttulandsleik Íslands gegn Færeyjum.
Eiður Smári klæddist landsliðstreyju 16 ára gamall.
Eiður Smári átti ágætis leik gegn Færeyjum árið 2003 og skoraði annað af mörkum íslenska landsliðsins.
Eiður Smári gerði garðinn frægan með KR um skeið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×