Innlent

Handtóku innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan handtók innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan handtók innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann sem braust inn í íbúð í Neðra-Breiðholti. Kona sem var í íbúðinni varð innbrotsþjófarins vör og gerði lögreglu viðvart um manninn.

Talið er að innbrotsþjófurinn hafi verið undir áhrifum einhverskonar fíkniefna. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar og verður yfirheyrður þegar líður á daginn.

Þá var brotist inn í verslun í Ögurhvarfi í Kópavogi í nótt. Verslunin selur leiðsögutæki, til að mynda GPS tæki, og var einhverjum slíkum tækjum stolið, en ekki er vitað hve mörgum, að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×