Innlent

Alvarleg líkamsárás í Reykjanesbæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn vegna alvarlegrar líkamsárásar. Mynd/ Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn vegna alvarlegrar líkamsárásar. Mynd/ Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tvo karlmenn sem grunaðir eru um að ráðast á karlmann á sjötugsaldri fyrir framan heimili hans í Reykjanesbæ fyrr um kvöldið. Karlmaðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir árásina. Hann er ekki alvarlega slasaður að sögn læknis á slysadeild. Mennirnir gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum þegar líður á daginn. Lögreglan verst annars allra frekari fregna af málinu að öðru leyti en því að hún lítur það mjög alvarlegum augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×