Innlent

Forsætisráðherra: Gengur ekki að hækka launin

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hún hafi engin loforð eða fyrirheit gefið um væntanleg launakjör Seðlabankastjóra, enda slíkt ekki á færi forsætisráðherra.

Að sögn hennar hefur alltaf legið ljóst fyrir að launin yrðu ákvörðuð á grundvelli fyrirliggjandi laga um Kjaradóm og Seðlabanka Íslands.

Það er ennfremur mat Jóhönnu að það gangi ekki við núverandi aðstæður að laun Seðlabankastjóra eða annarra forstöðumanna opinberra stofnanna séu úr takti við það sem þegar hefur verið ákveðið.






Tengdar fréttir

Tillaga um launahækkun verði dregin til baka

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður iðnaðarnefndar, skorar á Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs Seðlabankans að draga til baka tillögu þess efnis að launs seðlabankastjóra verði hækkuð um 400 þúsund krónur.

Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár.

Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×