Innlent

Fréttin um Eið Smára fjarlægð af vef Daily Star

Gunnar Reynir Valþórsson og Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sé smellt á hlekkinn á fréttina sést ekkert nema þessi föngulega snót.
Sé smellt á hlekkinn á fréttina sést ekkert nema þessi föngulega snót.

Fréttin um Eið Smára Gudjohnsen í breska blaðinu Daily Star hefur verið fjarlægð af heimasíðu blaðsins. Í fréttinni var Eiður ásakaður um að hafa heilsað með nasistakveðju á dögunum. Fréttin hefur vakið gríðarmikla athygli en Eiður Smári hefur í yfirlýsingu þvertekið fyrir að hafa verið að líkja eftir nasistakveðjunni.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis freistaði þess að ná tali af Emmu Wall, blaðamanninum sem skrifaði fréttina, en hún var ekki við vinnu í dag. Af ritstjórn Daily Star fengust þær upplýsingar að ástæðan fyrir því að fréttin hafi verið fjarlægð væri sú að Eiður Smári hefði sigað lögfræðingum á ritstjórn blaðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×