Innlent

Sérfræðingar ræða við íbúa um eldgosið

Íbúar eru hvattir til að koma í Heimaland og afla sér upplýsinga um mál, sem tengjast eldgosinu og ýmissa afleiðinga þess.
Íbúar eru hvattir til að koma í Heimaland og afla sér upplýsinga um mál, sem tengjast eldgosinu og ýmissa afleiðinga þess. ´MYND/Vilhelm
Þjónustumiðstöðin í Heimalandi er opin alla daga kl.11:00-15:00 fyrir þá sem búa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls. Þar hafa sérfræðingar komið og miðlað upplýsingum til heimamanna og alla þessa viku eru hádegisfundir í Heimalandi frá 12:00 - 13:30.

„Í hádeginu í gær svaraði Jónatan Hermannsson, jarðræktarfræðingur fyrirspurnum og í dag verður Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir með fræðslu og svarar fyrirspurnum," segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild. „Á miðvikudaginn 5. maí verður Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri til viðtals, fimmtudaginn 6. maí Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytissjóri í landbúnaðarráðuneytinu og 7. maí verður formaður Bændasamtaka Íslands Haraldur Benediktsson í hádeginu í Heimalandi."

Íbúar eru hvattir til að koma í Heimaland og afla sér upplýsinga um mál, sem tengjast eldgosinu og ýmissa afleiðinga þess.

Fulltrúi sveitarfélags verður í Þjónustumiðstöðinni Heimalandi alla daga milli kl.12:00-13:30

Verkefnastjóri almannavarna er Vagn Kristjánsson og er hægt að hafa samband við hann í síma 8474230.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×