Fleiri fréttir

Viðkvæmt segir fulltrúi VG

Umsókn um leyfi til að breyta Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í Icelandair hótel er enn óafgreidd hjá borgaryfirvöldum. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs að ósk Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna.

Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls

Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum.

Greiðslur skertar um allt að 16,7 prósent

Stærstu lífeyrissjóðirnir á almennum markaði sjá fram á að þurfa að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna slæmrar stöðu sjóðanna. Engar skerðingar verða hjá starfsmönnum ríkisins.

Fleiri tapa en flugfélögin

Öskuskýin frá Íslandi hafa ekki aðeins komið illa niður á rekstri flugfélaga, heldur eru áhrifin af flugstöðvuninni farin að bitna á efnahagslífi víða um heim með margvíslegum hætti.

Hef alltaf verið hrædd við Kötlu

Að Giljum í Mýrdal búa hjónin Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir. Bæði muna þau glöggt eftir Kötlugosinu 1918.

Helmingi áætlunarinnar lokið

Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 440 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Samþykkt fyrir því kom í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda hér.

Lofuðu mörgu en gerðu fátt

Íslensk stjórnvöld lofuðu í maí 2008 að minnka bankakerfið og breyta lánareglum Íbúðalánasjóðs. Norrænu seðlabankarnir voru tortryggnir. Íslenska bankakerfið var allt of stórt fyrir landið og stjórnvöld gerðu lítið sem ekkert til að breyta þeirri staðreynd. Þetta er ein af meginniðurstöðum rannsóknarnefndarinnar.

Segir börn upplifa ógn í nágrenni við mótmæli

„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það er ekkert launungarmál,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mótmæli sem efnt hefur verið til fyrir framan heimili þingmannanna Steinunnar V. Óskarsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Kona kærð fyrir árás á sambýliskonu

Lögreglan á Höfn í Hornafirði rannsakar nú líkamsárás sem varð þar í bænum á sunnudag. Kona réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hlaut áverka í munni.

Ófriðarseggir öngruðu Steinunni Valdísi í annað sinn

Nokkrir ófriðaseggir komu saman fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, undir kvöld. Steinunn Valdís segir að um sé að ræða sama fólk og kom í gærkvöld en þá bauð hún þeim að hitta sig á skrifstofu sinni til að ræða málin.

Hundrað hektarar brunnu við Höfn

Um hundrað hektarar af landi urðu sinubruna að bráð við Höfn í Hornafirði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar. Eldurinn kviknaði laust eftir hádegi á sunnudag. Að mestu leyti var lokið við að slökkva hann um tíuleytið í gærkvöld en fylgst var með svæðinu fram á nótt.

Um 6000 Íslendingar eru strandaglópar

Um 6000 Íslendingar eru strandaglópar erlendis vegna vandræða í flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Karen Kjartansdóttir ræddi við nokkra af þeim Íslendingum sem komast hvorki lönd né strönd.

Flogið milli Íslands og Lundúna í nótt

Vél Iceland Express fer frá London Gatwick klukkan eitt í nótt að staðartíma til Íslands og er áætluð lending í Keflavík um klukkan 3 í nótt. Vélin fer svo aftur til London um halftima síðar eða um klukkan 03:30 í nótt.

Tengsl við Kötlu verður að taka alvarlega

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að taka verði mjög alvarlega vísbendingar um að gos í Eyjafjallajökli geti hleypt Kötlu af stað. Slík systragos hafi þó öll verið lítil. Ekkert dregur úr gosóróa en skýrar vísbendingar eru um að gosið sé breytast úr öskugosi í hraungos, sem Haraldur telur að geti staðið mánuðum saman.

Arnarverk bauð lægst í breikkun Suðurlandsvegar

Verktakafyrirtækið Arnarverk ehf í Kópavogi bauð lægst í breikkun Suðurlandsvegar, en tilboð voru opnuð í dag. Alls bárust um 15 tilboð í áfangann. Um er að ræða tvöföldun og breikkun Hringvegar frá Fossvöllum í Lögbergsb

Hraðakstur á gossvæðinu veldur óþægindum fyrir bændur

Beiðni hefur borist frá lögreglunni á Hvolsvelli og bændum á öskufallssvæðinu um að ökumenn, sem leið eiga um svæðið, stilli hraða í hóf þar sem aska á vegum gýs upp við hraðakstur og veldur auknum óþægindum fyrir bændur.

Íslendingar megi ekki fela umræðu um hugsanlegar hættur

„Ég hélt að við Íslendingar hefðum lært þá lexíu að það þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar að reyna að fela eða þagga niður vitneskju um hugsanlega hættur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Engin þörf fyrir grímur í Reykjavík

Engin þörf er fyrir grímunotkun á höfuðborgarsvæðinu eða öðrum svæðum þar sem ekki er talin hætta á öskufalli. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavörnum.

Drakk hugsanlega stíflueyðinn fyrir mistök

Karlmanni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa átt þátt í því að karlmaður um fertugt innbyrti stíflueyði, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Flestir vantreysta Morgunblaðinu og DV

Flestir vantreysta Morgunblaðinu og DV í könnun MMR þar sem spurt var um traust almennings til fjölmiðla. Fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur langmesta traustsins en alls sögðust 78,5 prósent treysta fréttastofunni. Tæp 5 prósent segjast vantreysta henni.

Sjóræningjar taka þrjú skip

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt þrem tailenskum fiskiskipum tæplega 2000 kílómetra frá ströndum Sómalíu.

Samningar í höfn hjá Norðuráli á Grundartanga

Kjarasamningar tókust milli Norðuráls Grundartanga ehf. annars vegar og FIT, VLFA, Stéttarfélags Vesturlands, VR og RSÍ hins vegar, kl. 01.30 aðfararnótt 20. apríl. Fundur hafði þá staðið í rúma 16 klukkutíma. Samningurinn gildir til 31. desember 2014. Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkissáttasemjara.

Iceland Express til Kaupmannahafnar

Stefnt er að því, að vél Iceland Express til Kaupmannahafnar fari í loftið klukkan 21:30 í kvöld. Flugvallaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa lýst því yfir, að völlurinn verði opnaður flugumferð seint í kvöld, enda eru nýjustu verðurspár á flugleiðinni hagstæðar.

Gamlir flugkappar minnast árásar

Fjórir eftirlifandi flugliðar úr fyrstu loftárás Bandaríkjanna á Japan í síðari heimsstyrjöldinni komu saman um síðustu helgi í tilefni af því að 68 ár voru liðin frá því hún var gerð.

Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu

„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær.

Reynsluflug Airbus sýndi ekkert óeðlilegt

Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér í gær áætlað reynsluflug til þess að meta áhrifin sem aska frá Eyjafjallajökli hefur á flugvélar sem fljúga yfir Evrópu.

Engar hreyfingar í Kötlu

Engar hreyfingar tengdar Kötlu mælast á stöðvum vestan og austan Mýrdalsjökuls samkvæmt tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Frækileg björgun í fallhlífarstökki

Tuttugu og fjögurra ára gömul þýsk kona átti vinkonu sinni líf sitt að launa þegar fallhlífarstökk hennar misheppnaðist um síðustu helgi.

Davíð og Halldór réðu ferðinni við bankasöluna

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson réðu einir ferðinni þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Þetta segir Steingrímur Ari Arason sem þá sat í einkavæðinganefnd. Hann segir að reglum hafi verið vikið til hliðar og flokkshagsmunir settir í öndvegi.

Röskun flugs Icelandair hefur áhrif á 20 þúsund farþega

Icelandair mun í dag fljúga fimm flug til fjögurra Evrópuborga og tvö flug til Bandaríkjanna. Frá því eldgosið í Eyjafjallajökli lokaði flugumferð til og frá fjölmörgum Evrópulöndum fimmtudaginn 15. apríl hafa orðið miklar truflanir á flugi félagsins, þrátt fyrir að Keflavíkurflugvöllur hafi verið opinn allan tímann.

Íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum í dag

Í dag verða íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum með yfirvöldum og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum.

Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoðina

Lögreglan á Hvolsvelli hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan gosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Nú undanfarið hefur verið gríðarlegur viðbúnaður vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Fangelsi fyrir innflutning á kókaíni og kannabisræktun

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir meðal annars innflutning á 110 grömmum af kókaíni. Einnig var hann dæmdur fyrir kannabisræktun og umferðarlagabrot.

Óvenju margir með Norrænu

Ferjan Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar um níu leytið með nokkuð á sjötta hundruð farþega, sem er meira en venjulega á þessum árstíma. Á sjöunda hundrað fara með ferjunni út klukkan átta annað kvöld og fullbókað er með henni frá Færeyjum til Danmerkur.

Íslendingum hefur fjölgað um 400 í ár

Í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 bjuggu 317.900 manns á Íslandi, 159.900 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 400 frá árslokum 2009 þegar þeir voru 317.500. Erlendir ríkisborgarar voru 21.600 í lok ársfjórðungsins. Á höfuðborgarsvæðinu einu bjuggu 201.200 manns.

Sjá næstu 50 fréttir