Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu 20. apríl 2010 13:36 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að það sé best að eftirláta vísindamönnum um eldgosaspár en ekki kjörnum fulltrúum. „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35