Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu 20. apríl 2010 13:36 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að það sé best að eftirláta vísindamönnum um eldgosaspár en ekki kjörnum fulltrúum. „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35