Erlent

Sjóræningjar taka þrjú skip

Óli Tynes skrifar
Sjóræningjarnir eru á litlum bátum en vopnaðir eldflaugum og hríðskotarifflum.
Sjóræningjarnir eru á litlum bátum en vopnaðir eldflaugum og hríðskotarifflum.

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt þrem tailenskum fiskiskipum tæplega 2000 kílómetra frá ströndum Sómalíu.

Um borð í skipunum eru samtals 77 fiskimenn. Þetta er það lengsta sem sjóræningjarnir hafa athafnað sig frá ströndum landsins.

Alþjóðlegur herskipafloti hefur eftirlit með siglingaleiðum nær Sómalíu og sjóræningjarnir hafa því stöðugt verið að færa sig utar og utar.

Sjóræningjarnir halda nú samtals 14 skipum og 305 sjómönnum í gíslingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×