Hringt í erlenda starfsmenn og þeir spurðir hvort þeir séu á lífi 20. apríl 2010 14:22 Torfi segir æsifréttamennsku skaða ferðamannaiðnaðinn. „Þetta er ekki mjög klókt hjá honum," segir Torfi G. Yngvason einn af eigendum Arctic Adventures um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, sem hann lét falla í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu (BBC). Hann segir misskilningin slíkan vegna eldgossins að aðstandendur starfsmanna hans, sem eru af erlendu bergi brotnu, hringja í þau og spyrja hvort þau séu alveg örugglega ekki á lífi. Torfi segir mikla æsifréttamennsku hafa einkennt umfjöllun fjölmiðla um gosið og tekur sérstaklega fram að íslenskir fréttamiðlar séu ekki saklausir. Áhrifin eru þau að ferðamenn eru farnir að óttast að koma til Íslands. „Það er bara grín að sjá fréttamenn keyra í öskufallinu sem er ekki nema um þriggja kílómetra kafli á þjóðveginum," segir Torfi. Aðspurður hvort mikið sé búið að afboða ferðir til þeirra segir minna bera á því þegar litið er lengra til sumars. Aftur á móti hefur flugbann verið í gildi og útskýrir það að ferðamenn hafa ekki komist til landsins undanfarið. Hann bendir á að það sé áberandi að stærri hópar á vegum fyrirtækja afboði frekar ferðir hingað til lands. Hann segir að svo virðist sem eigendur fyrirtækjanna vilji ekki taka áhættuna að fara með alla starfsmenn fyrirtækis til lands þar sem þau gætu hugsanlega orðið innlyksa vegna eldgosa. Slíkt gæti orðið gríðarlega dýrt fyrir fyrirtækin. Torfi segir litla breytingu varðandi aðra ferðamenn. Torfi telur að það þurfi einfaldlega að skerpa á umfjöllun allra fjölmiðla og taka skýrt fram að það er engin heimsendir í vændum á Íslandi. „Að tilkynna Bretum það að Katla fari bara að kjósa er engum til framdráttar. Fyrir utan að það er bara ekkert öruggt um það," segir Torfi sem er ekki sannfærður um að eldgos í Eyjafjallajökli og Kötlugos haldist endilega í hendur. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20. apríl 2010 13:36 Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag. 20. apríl 2010 13:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er ekki mjög klókt hjá honum," segir Torfi G. Yngvason einn af eigendum Arctic Adventures um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, sem hann lét falla í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu (BBC). Hann segir misskilningin slíkan vegna eldgossins að aðstandendur starfsmanna hans, sem eru af erlendu bergi brotnu, hringja í þau og spyrja hvort þau séu alveg örugglega ekki á lífi. Torfi segir mikla æsifréttamennsku hafa einkennt umfjöllun fjölmiðla um gosið og tekur sérstaklega fram að íslenskir fréttamiðlar séu ekki saklausir. Áhrifin eru þau að ferðamenn eru farnir að óttast að koma til Íslands. „Það er bara grín að sjá fréttamenn keyra í öskufallinu sem er ekki nema um þriggja kílómetra kafli á þjóðveginum," segir Torfi. Aðspurður hvort mikið sé búið að afboða ferðir til þeirra segir minna bera á því þegar litið er lengra til sumars. Aftur á móti hefur flugbann verið í gildi og útskýrir það að ferðamenn hafa ekki komist til landsins undanfarið. Hann bendir á að það sé áberandi að stærri hópar á vegum fyrirtækja afboði frekar ferðir hingað til lands. Hann segir að svo virðist sem eigendur fyrirtækjanna vilji ekki taka áhættuna að fara með alla starfsmenn fyrirtækis til lands þar sem þau gætu hugsanlega orðið innlyksa vegna eldgosa. Slíkt gæti orðið gríðarlega dýrt fyrir fyrirtækin. Torfi segir litla breytingu varðandi aðra ferðamenn. Torfi telur að það þurfi einfaldlega að skerpa á umfjöllun allra fjölmiðla og taka skýrt fram að það er engin heimsendir í vændum á Íslandi. „Að tilkynna Bretum það að Katla fari bara að kjósa er engum til framdráttar. Fyrir utan að það er bara ekkert öruggt um það," segir Torfi sem er ekki sannfærður um að eldgos í Eyjafjallajökli og Kötlugos haldist endilega í hendur.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20. apríl 2010 13:36 Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag. 20. apríl 2010 13:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35
Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20. apríl 2010 13:36
Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag. 20. apríl 2010 13:56
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent