Hringt í erlenda starfsmenn og þeir spurðir hvort þeir séu á lífi 20. apríl 2010 14:22 Torfi segir æsifréttamennsku skaða ferðamannaiðnaðinn. „Þetta er ekki mjög klókt hjá honum," segir Torfi G. Yngvason einn af eigendum Arctic Adventures um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, sem hann lét falla í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu (BBC). Hann segir misskilningin slíkan vegna eldgossins að aðstandendur starfsmanna hans, sem eru af erlendu bergi brotnu, hringja í þau og spyrja hvort þau séu alveg örugglega ekki á lífi. Torfi segir mikla æsifréttamennsku hafa einkennt umfjöllun fjölmiðla um gosið og tekur sérstaklega fram að íslenskir fréttamiðlar séu ekki saklausir. Áhrifin eru þau að ferðamenn eru farnir að óttast að koma til Íslands. „Það er bara grín að sjá fréttamenn keyra í öskufallinu sem er ekki nema um þriggja kílómetra kafli á þjóðveginum," segir Torfi. Aðspurður hvort mikið sé búið að afboða ferðir til þeirra segir minna bera á því þegar litið er lengra til sumars. Aftur á móti hefur flugbann verið í gildi og útskýrir það að ferðamenn hafa ekki komist til landsins undanfarið. Hann bendir á að það sé áberandi að stærri hópar á vegum fyrirtækja afboði frekar ferðir hingað til lands. Hann segir að svo virðist sem eigendur fyrirtækjanna vilji ekki taka áhættuna að fara með alla starfsmenn fyrirtækis til lands þar sem þau gætu hugsanlega orðið innlyksa vegna eldgosa. Slíkt gæti orðið gríðarlega dýrt fyrir fyrirtækin. Torfi segir litla breytingu varðandi aðra ferðamenn. Torfi telur að það þurfi einfaldlega að skerpa á umfjöllun allra fjölmiðla og taka skýrt fram að það er engin heimsendir í vændum á Íslandi. „Að tilkynna Bretum það að Katla fari bara að kjósa er engum til framdráttar. Fyrir utan að það er bara ekkert öruggt um það," segir Torfi sem er ekki sannfærður um að eldgos í Eyjafjallajökli og Kötlugos haldist endilega í hendur. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20. apríl 2010 13:36 Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag. 20. apríl 2010 13:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Þetta er ekki mjög klókt hjá honum," segir Torfi G. Yngvason einn af eigendum Arctic Adventures um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, sem hann lét falla í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu (BBC). Hann segir misskilningin slíkan vegna eldgossins að aðstandendur starfsmanna hans, sem eru af erlendu bergi brotnu, hringja í þau og spyrja hvort þau séu alveg örugglega ekki á lífi. Torfi segir mikla æsifréttamennsku hafa einkennt umfjöllun fjölmiðla um gosið og tekur sérstaklega fram að íslenskir fréttamiðlar séu ekki saklausir. Áhrifin eru þau að ferðamenn eru farnir að óttast að koma til Íslands. „Það er bara grín að sjá fréttamenn keyra í öskufallinu sem er ekki nema um þriggja kílómetra kafli á þjóðveginum," segir Torfi. Aðspurður hvort mikið sé búið að afboða ferðir til þeirra segir minna bera á því þegar litið er lengra til sumars. Aftur á móti hefur flugbann verið í gildi og útskýrir það að ferðamenn hafa ekki komist til landsins undanfarið. Hann bendir á að það sé áberandi að stærri hópar á vegum fyrirtækja afboði frekar ferðir hingað til lands. Hann segir að svo virðist sem eigendur fyrirtækjanna vilji ekki taka áhættuna að fara með alla starfsmenn fyrirtækis til lands þar sem þau gætu hugsanlega orðið innlyksa vegna eldgosa. Slíkt gæti orðið gríðarlega dýrt fyrir fyrirtækin. Torfi segir litla breytingu varðandi aðra ferðamenn. Torfi telur að það þurfi einfaldlega að skerpa á umfjöllun allra fjölmiðla og taka skýrt fram að það er engin heimsendir í vændum á Íslandi. „Að tilkynna Bretum það að Katla fari bara að kjósa er engum til framdráttar. Fyrir utan að það er bara ekkert öruggt um það," segir Torfi sem er ekki sannfærður um að eldgos í Eyjafjallajökli og Kötlugos haldist endilega í hendur.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20. apríl 2010 13:36 Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag. 20. apríl 2010 13:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35
Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20. apríl 2010 13:36
Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag. 20. apríl 2010 13:56