Innlent

Íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum í dag

Askan hefur gert sveitungum í Mýrdalnum lífið leitt. Þessi mynd var tekin um helgina.
Askan hefur gert sveitungum í Mýrdalnum lífið leitt. Þessi mynd var tekin um helgina.

Í dag verða íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum með yfirvöldum og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum.

Fundirnir verða í Laugalandsskóla í Laugalandi kl. 14:00 og í Höllinni Vestmannaeyjum kl. 18:00. Í gær sátu yfir fimm hundruð manns sambærilega fundi sem haldnir voru í Gunnarshólma, Heimalandi, Vík og Kirkjubæjarklaustri.

Gengu fundirnir vel og fjöldi spurninga bárust frá fundargestum. Í framhaldinu var ákveðið að íbúafundur yrði haldinn í dag í Heimalandi þar sem jarðvísindamenn munu svara spurningum um eðli og áhrif öskufalls.

Á morgun verða íbúafundir haldnir í safnaðarheimilinu á Hellu kl. 17:00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×