Innlent

Viðkvæmt segir fulltrúi VG

Eigandinn óskar eftir að breyta húsinu í hótel fyrir vorið.
Eigandinn óskar eftir að breyta húsinu í hótel fyrir vorið.
Umsókn um leyfi til að breyta Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í Icelandair hótel er enn óafgreidd hjá borgaryfirvöldum. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs að ósk Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna.

Sóley kvaðst í gær lítið geta tjáð sig um málið því það væri viðkvæmt. Ekki náðist í Júlíus Vífil Ingvarsson, formann skipulagsráðs, en samkvæmt síðustu fundargerð ráðsins virðist ljóst að meirihluti ráðsins var reiðubúinn að samþykkja áætlanir um hótelrekstur í byggingunni. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×