Hef alltaf verið hrædd við Kötlu 21. apríl 2010 04:00 Ólafur Pétursson, 100 ára, og Þórunn Björnsdóttir, 98 ára, með sonardótturina, Kristínu Ólafsdóttur, sjö ára, á milli sín. Fréttablaðið/GVA Að Giljum í Mýrdal búa hjónin Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir. Bæði muna þau glöggt eftir Kötlugosinu 1918. „Ég hef stundum sagt að ég ætlaði ekki að heyra í fleiri eldfjöllum en Kötlu sem gaus þegar ég var sjö ára en þá þurfti þetta að dynja yfir núna,“ segir Þórunn og á við gosið úr Eyjafjallajökli. Þórunn ólst upp í Svínadal í Skaftártungu og sá og heyrði vel til Kötlugossins 1918. „Það voru drunur og ljósagangur margar nætur, eins og þrumur og eldingar. Maður gat ekki sofið fyrir þessu,“ rifjar hún upp. „Ég var hrædd og vakti með mömmu. Ég hef alltaf verið hrædd við Kötlu síðan. Sumt fólk segist hlakka til að sjá hana gjósa. Ég er ekki þar á meðal. Ég vil ekkert af henni vita meira.“ Fór sjö ára að loka fjárhúsinuÞórunn minnist þess að aldimmt hafi orðið af ösku í Kötlugosinu en um leið og rofað hafi til hafi hún verið send, ásamt bróður sínum sex ára, nokkuð langa leið til að loka fjárhúsinu. „Við vorum svo hrædd um að það dimmdi aftur að við hlupum eins hratt og við gátum,“ segir hún. Eftir gosið segir hún fénu hafa fækkað verulega í Svínadal af völdum öskunnar. Vorið eftir hafi verið stórir skaflar af henni í öllum giljum. „Já, búskapur fór illa hjá mörgum, einkum í Skaftártungu. Það féll fé,“ tekur Ólafur undir. „Menn vissu heldur ekkert um þennan flúor,“ segir hann. Rifjar upp að undanfari þessa Kötlugoss hafi verið frostaveturinn mikli, 1918, því hafi spretta verið ákaflega léleg þetta sumar og bændur þurft að beita um veturinn. „Sumarið eftir gosið var heyfengur rýr en það var kjarngott fóður sem kom árið þar á eftir,“ segir hann. Vatnsmagnið var gífurlegtÞótt Ólafur sé orðinn hundrað ára er hann enn stálminnugur eins og frúin. Ekkert kveðst hann samt muna jafn vel og það sem gerðist 12. október 1918. „Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Það greyptist svo fast í mig,“ segir hann. „Það var blíðskaparveður og heiðríkja og sjór var ládauður. Það var verið að skipa út saltkjötstunnum í flutningaskipið Skaftfelling og þrjá eða fjóra mótorbáta úr Eyjum. Svo byrjaði Katla að gjósa seinni partinn. Ég átti heima undir bökkunum vestur með Víkinni en var forvitinn og stökk upp á bakkana. Þaðan sá ég hvítan mökkinn sem steig gríðarlega hátt, beint í loft upp, í norðaustri.“ Vatnsmagnið á Mýrdalssandi varð gífurlegt að sögn Ólafs og jakarnir voru um allan sand eins og ísborgir. „Það kom stór alda upp að ströndinni en gerði engan skaða því búið var að ferma skipin og þau voru að fara. Sem betur fór var heldur enginn maður á ferð um sandinn. Þó var sláturtíð í Vík og fé úr allri sýslunni rekið þangað en það vantaði salt og því var slátrun frestað. Þess vegna var enginn rekstur á sandinum. Tveir vinnumenn úr Ásum voru nýkomnir yfir sandinn þegar hlaupið kom. Þeir voru á leið í kaupstað. Húsbóndi þeirra, Sveinn Sveinsson, lagði ríkt á við þá að stoppa ekki með kerruhestana í Hafursey og þeir hlýddu því. Það varð þeim til bjargar. Þegar þeir voru nýkomnir upp úr Múlakvíslarfarveginum mættu þeir bóndanum í Höfðabrekku. „Mikið gengur á,“ sagði hann við þá en þeir höfðu ekki heyrt drunurnar í jöklinum fyrir skröltinu í vagnhjólunum.“ Óttast ekki um VíkÞótt Ólafur fylgdist með þessum hamförum sem barn segist hann ekki hafa verið skelfdur. „Ég hafði bara gaman af. Við krakkarnir lékum okkur stundum að því síðar að stífla lítinn læk í þorpinu og þykjast láta koma þar Kötluhlaup,“ segir hann kankvís. Hann telur alla hafa sofið í sínum húsum í Vík enda hafi þeir ekkert getað flúið. Ekki telja þau hjón að Vík sé í hættu þótt Katla gjósi. „Ekki nokkur hætta,“ segir Ólafur. „Nú er sjávarkamburinn líka orðinn svo hár, mun hærri en hann var. Þessar viðvörunaraðgerðir hjá þeim í Víkinni hafa enga þýðingu en þeim er ekki ofgott að gera þær.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent „Þetta er alvöru hret“ Veður Fleiri fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Sjá meira
Að Giljum í Mýrdal búa hjónin Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir. Bæði muna þau glöggt eftir Kötlugosinu 1918. „Ég hef stundum sagt að ég ætlaði ekki að heyra í fleiri eldfjöllum en Kötlu sem gaus þegar ég var sjö ára en þá þurfti þetta að dynja yfir núna,“ segir Þórunn og á við gosið úr Eyjafjallajökli. Þórunn ólst upp í Svínadal í Skaftártungu og sá og heyrði vel til Kötlugossins 1918. „Það voru drunur og ljósagangur margar nætur, eins og þrumur og eldingar. Maður gat ekki sofið fyrir þessu,“ rifjar hún upp. „Ég var hrædd og vakti með mömmu. Ég hef alltaf verið hrædd við Kötlu síðan. Sumt fólk segist hlakka til að sjá hana gjósa. Ég er ekki þar á meðal. Ég vil ekkert af henni vita meira.“ Fór sjö ára að loka fjárhúsinuÞórunn minnist þess að aldimmt hafi orðið af ösku í Kötlugosinu en um leið og rofað hafi til hafi hún verið send, ásamt bróður sínum sex ára, nokkuð langa leið til að loka fjárhúsinu. „Við vorum svo hrædd um að það dimmdi aftur að við hlupum eins hratt og við gátum,“ segir hún. Eftir gosið segir hún fénu hafa fækkað verulega í Svínadal af völdum öskunnar. Vorið eftir hafi verið stórir skaflar af henni í öllum giljum. „Já, búskapur fór illa hjá mörgum, einkum í Skaftártungu. Það féll fé,“ tekur Ólafur undir. „Menn vissu heldur ekkert um þennan flúor,“ segir hann. Rifjar upp að undanfari þessa Kötlugoss hafi verið frostaveturinn mikli, 1918, því hafi spretta verið ákaflega léleg þetta sumar og bændur þurft að beita um veturinn. „Sumarið eftir gosið var heyfengur rýr en það var kjarngott fóður sem kom árið þar á eftir,“ segir hann. Vatnsmagnið var gífurlegtÞótt Ólafur sé orðinn hundrað ára er hann enn stálminnugur eins og frúin. Ekkert kveðst hann samt muna jafn vel og það sem gerðist 12. október 1918. „Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Það greyptist svo fast í mig,“ segir hann. „Það var blíðskaparveður og heiðríkja og sjór var ládauður. Það var verið að skipa út saltkjötstunnum í flutningaskipið Skaftfelling og þrjá eða fjóra mótorbáta úr Eyjum. Svo byrjaði Katla að gjósa seinni partinn. Ég átti heima undir bökkunum vestur með Víkinni en var forvitinn og stökk upp á bakkana. Þaðan sá ég hvítan mökkinn sem steig gríðarlega hátt, beint í loft upp, í norðaustri.“ Vatnsmagnið á Mýrdalssandi varð gífurlegt að sögn Ólafs og jakarnir voru um allan sand eins og ísborgir. „Það kom stór alda upp að ströndinni en gerði engan skaða því búið var að ferma skipin og þau voru að fara. Sem betur fór var heldur enginn maður á ferð um sandinn. Þó var sláturtíð í Vík og fé úr allri sýslunni rekið þangað en það vantaði salt og því var slátrun frestað. Þess vegna var enginn rekstur á sandinum. Tveir vinnumenn úr Ásum voru nýkomnir yfir sandinn þegar hlaupið kom. Þeir voru á leið í kaupstað. Húsbóndi þeirra, Sveinn Sveinsson, lagði ríkt á við þá að stoppa ekki með kerruhestana í Hafursey og þeir hlýddu því. Það varð þeim til bjargar. Þegar þeir voru nýkomnir upp úr Múlakvíslarfarveginum mættu þeir bóndanum í Höfðabrekku. „Mikið gengur á,“ sagði hann við þá en þeir höfðu ekki heyrt drunurnar í jöklinum fyrir skröltinu í vagnhjólunum.“ Óttast ekki um VíkÞótt Ólafur fylgdist með þessum hamförum sem barn segist hann ekki hafa verið skelfdur. „Ég hafði bara gaman af. Við krakkarnir lékum okkur stundum að því síðar að stífla lítinn læk í þorpinu og þykjast láta koma þar Kötluhlaup,“ segir hann kankvís. Hann telur alla hafa sofið í sínum húsum í Vík enda hafi þeir ekkert getað flúið. Ekki telja þau hjón að Vík sé í hættu þótt Katla gjósi. „Ekki nokkur hætta,“ segir Ólafur. „Nú er sjávarkamburinn líka orðinn svo hár, mun hærri en hann var. Þessar viðvörunaraðgerðir hjá þeim í Víkinni hafa enga þýðingu en þeim er ekki ofgott að gera þær.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent „Þetta er alvöru hret“ Veður Fleiri fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Sjá meira