Innlent

Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoðina

Gosið í Eyjafjallajökli hefur tekið gríðarlegan toll af lögreglunni á Hvolsvelli. En þeir hafa átt góða að sem þeir þakka kærlega fyrir.
Gosið í Eyjafjallajökli hefur tekið gríðarlegan toll af lögreglunni á Hvolsvelli. En þeir hafa átt góða að sem þeir þakka kærlega fyrir. Mynd Stefán Karlsson

Lögreglan á Hvolsvelli hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan gosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Nú undanfarið hefur verið gríðarlegur viðbúnaður vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Lögreglan vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra björgunarsveitarmanna sem lagt hafa nótt við dag í þessu risastóra verkefni.

Einnig ber að þakka þeim lögregluembættum sem komið hafa þeim til aðstoðar. Það eru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjórans, frá Selfossi og lögreglumenn frá höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×