Innlent

Kona kærð fyrir árás á sambýliskonu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan rannsakar mál kvennanna. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan rannsakar mál kvennanna. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan á Höfn í Hornafirði rannsakar nú líkamsárás sem varð þar í bænum á sunnudag. Kona réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hlaut áverka í munni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á árásin rætur að rekja til deilna á milli kvennanna tveggja sem nýlega höfðu slitið samvistir. Kæra liggur fyrir í málinu og verður það rannsakað áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×