Innlent

ASÍ vill funda um nýjan stöðugleikasáttmála

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur boðað alla sem komu að stöðugleikasáttmálanum á fund.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur boðað alla sem komu að stöðugleikasáttmálanum á fund.

Alþýðusamband Íslands boðaði í dag til fundar með þeim aðilum sem höfðu frumkvæði að stöðugleikasáttmálanum í fyrra.

Krafa ASÍ er að Samtök atvinnulífsins komi aftur að borðinu enda sé verkefnið sem gengið var til síðastliðið sumar enn óleyst. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í tilkynningu frá ASÍ að það sé ljóst að efnhagsaðgerða sé þörf til að koma hjólum atvinnulífisins af stað.

Hann telur að nú sé lag eftir jákvæða afgreiðslu AGS á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á föstudag, segir forseti ASÍ.

Allir þeir aðilar sem sátu fundinn í dag, þar á meðal SA, hafa samþykkt að mæta til annars fundar um málið að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×