Innlent

Helmingi áætlunarinnar lokið

Hluti af lánsfé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum er loks að skila sér.  Fréttablaðið/GVA
Hluti af lánsfé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum er loks að skila sér. Fréttablaðið/GVA
Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 440 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Samþykkt fyrir því kom í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda hér.

Greining Íslandsbanka bendir á að tveir áfangar séu eftir af endurskoðun áætlunarinnar. Lánin frá Norðurlöndunum munu nema 1,8 milljörðum evra. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×