Innlent

Flestir vantreysta Morgunblaðinu og DV

Morgunblaðið á undir högg að sækja þessa dagana.
Morgunblaðið á undir högg að sækja þessa dagana.

Flestir vantreysta Morgunblaðinu og DV í könnun MMR þar sem spurt var um traust almennings til fjölmiðla. Fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur langmesta traustsins en alls sögðust 78,5 prósent treysta fréttastofunni. Tæp 5 prósent segjast vantreysta henni.

Þrátt fyrir að verulega dragi úr trausti til Morgunblaðsins heldur blaðið engu að síður stöðu sinni sem það dagblað sem flestir segjast bera

mikið traust til. Núna sögðust 46,4% svarenda bera mikið traust til Morgunblaðsins samanborið við 56,9% í september síðastliðnum. Aftur á móti segjast 24,9 prósent vantreysta blaðinu.

Eina blaðið sem almenningur vantreystir meira er DV en 56,1 prósent vantreysta DV. Hinsvegar segjast 9,4 prósent treysta þeim mikið. Þetta er ágætis árangur hjá blaðinu því áður báru 70-81 prósent lítið traust til blaðsins.

Fréttablaðið nýtur mikils trausts meðal 34,8% svarenda. Hinsvegar vantreysta 21,7 prósent blaðinu.

Vísir nýtur trausts 29,6 prósent svarenda sem er þremur prósentum meira en í síðustu könnun. 22,1 prósent segjast vantreysta vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×